Metnaðarfull þróunaráætlun í kringum Keflavíkurflugvöll Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 16:55 Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, kynnti í dag þróunaráætlun sína þar sem nýtt nafn og merki áætlunnar var afhjúpað. Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlunin sé heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Uppbyggingin sé á þróunarsvæðum sem „saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“ K64 er nafnið sem valið var á þróunaráætlunina. Nafnið vísar til staðsetningar Suðurnesja sem er á 64. Breiddargráðu. Á fundinum fluttu ávörp þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri og Steinunn Sigvaldadóttir, formaður stjórnar Kadeco. Þá var Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi hjá KCAP, arkitekta- og skipulagsstofunni sem varð hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni Kadeco um þróun svæðisins, með erindi. Í kynningarmyndbandi Kadeco er farið yfir það helsta í áætluninni. Í því má sjá myndir af því hvernig svæðið í kringum flugvöllinn mun koma til með að líta út og óhætt er að segja að áætlunin sé metnaðarfull. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Þróunaráætlun Kadeco fyrir Suðurnes Sannfærður um að afraksturinn verði þess virði Áætlunin sem um ræðir nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin í henni verða þó tekin strax. Þar má nefna þróun grænna iðngarða við Helgavíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú. „Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Pálmi segir að margir þurfi að leggjast saman á árarnar svo þessi sýn geti orðið að veruleika. Hann sé þó sannfærður um að afraksturinn verði þess virði og vel það. „Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með fólkinu á Suðurnesjum.“ Keflavíkurflugvöllur Arkitektúr Suðurnesjabær Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlunin sé heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Uppbyggingin sé á þróunarsvæðum sem „saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“ K64 er nafnið sem valið var á þróunaráætlunina. Nafnið vísar til staðsetningar Suðurnesja sem er á 64. Breiddargráðu. Á fundinum fluttu ávörp þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri og Steinunn Sigvaldadóttir, formaður stjórnar Kadeco. Þá var Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi hjá KCAP, arkitekta- og skipulagsstofunni sem varð hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni Kadeco um þróun svæðisins, með erindi. Í kynningarmyndbandi Kadeco er farið yfir það helsta í áætluninni. Í því má sjá myndir af því hvernig svæðið í kringum flugvöllinn mun koma til með að líta út og óhætt er að segja að áætlunin sé metnaðarfull. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Þróunaráætlun Kadeco fyrir Suðurnes Sannfærður um að afraksturinn verði þess virði Áætlunin sem um ræðir nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin í henni verða þó tekin strax. Þar má nefna þróun grænna iðngarða við Helgavíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú. „Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Pálmi segir að margir þurfi að leggjast saman á árarnar svo þessi sýn geti orðið að veruleika. Hann sé þó sannfærður um að afraksturinn verði þess virði og vel það. „Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með fólkinu á Suðurnesjum.“
Keflavíkurflugvöllur Arkitektúr Suðurnesjabær Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira