Samkvæmt tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu mun fundurinn fjalla um stór skref sem stigin verða í lykilþáttum löggæslu. Farið verður yfir almenna löggæslu, kynferðisbrot, skipulagða brotastarfsemi og lögreglunám.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Ólafur Hauksson héraðssaksóknari verða viðstödd fundinn.
Fundurinn hefst klukkan 14:05 og verður honum streymt beint í spilaranum hér fyrir neðan.