Þegar lögregla kom á vettvang var slökkviliðið ræst út, sem tókst að ná gínunni úr sjónum. Henni var komið fyrir á hafnarbakkanum, þar sem hún var að lokum sótt af kvikmyndatökuliðinu.
Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í miðborginni, þar sem skemmdir höfðu verið unnar á hurð. Þá var tilkynnt um ölvaðan einstakling sem var öðrum til ama en eftir stutt spjall við lögreglu varð niðurstaðan sú að viðkomandi kæmi sér bara heim í háttinn í rólegheitunum.
Einn ökumaður var stöðvaður þar sem engin ljós voru á bifreið hans. Hann reyndist bæði réttindalaus og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá fundust fíkniefni á manninum þegar leitað var á honum.