Fótbolti

Annar sigurinn í röð hjá Eyjamönnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Felix skoraði seinna mark ÍBV í dag.
Felix skoraði seinna mark ÍBV í dag. Vísir/Pawel

ÍBV vann sinn annan sigur í röð í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Leikni 2-0 í Breiðholtinu.

ÍBV vann nokkuð óvæntan 5-1 sigur á FH á sunnudaginn og mætti liðið því fullt sjálfstrausts í leikinn í dag. Eyjamenn voru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum en Leiknir með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Eyjamenn voru sterkari aðilinn í dag. Filip Valencic kom ÍBV í 1-0 á 28.mínútu en Valencic kom til ÍBV í vetur en hann er Slóveni sem leikið hefur stóran hluta ferils síns í Finnlandi og í tvígang verið valinn besti leikmaður deildarinnar.

Skömmu eftir fyrsta mark ÍBV kom Felix Örn Friðriksson Eyjamönnum í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Engin mörk bættust við eftir hlé og ÍBV fagnaði því sínum öðrum sigri í röð. 

ÍBV er nú jafnt Breiðablik og FH með sex stig í riðli tvö í A-deild Lengjubikarsins. Blikar hafa leikið þrjá leiki. FH fjóra og ÍBV tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×