Messi og félagar úr leik í Meistaradeildinni eftir tap í Munchen

Smári Jökull Jónsson skrifar
Thomas Muller hjálpar Lionel Messi á fætur í leiknum í kvöld.
Thomas Muller hjálpar Lionel Messi á fætur í leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Bayern Munchen er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á PSG á heimavelli í kvöld. Bayern vann 1-0 sigur í fyrri leiknum og einvígið 3-0.

Fyrir leikinn í kvöld var Bayern í góðri stöðu eftir 1-0 sigur í París. Lionel Messi og Kylian Mbappe voru saman í framlínu PSG sem aldrei hefur unnið Meistaradeildina.

Eric Maxim Choupo-Moting fagnar marki sínu fyrir Bayern í kvöld.Vísir/Getty

Það tekst þeim ekki í ár heldur því franska liðinu tókst ekki að skora í Bæjaralandi í kvöld. Leikmenn PSG náðu lítið að komat áleiðis gegn þýsku meisturunum og þegar Eric Maxim Choupo-Moting skoraði á 61.mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik var ljóst að brekkan var orðin brött fyrir PSG.

Þeir reyndu hvað þeir gátu en komust ekki í gegnum Bayern. Serge Gnabry innsiglaði sigurinn á 89.mínútu og 2-0 sigur Bayern staðreynd. PSG mistekst því að vinna Meistaradeildina í enn eitt skiptið og spurning hvaða áhrif þetta hefur á veru Kylian Mbappe hjá félaginu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira