Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2023 22:20 Heiða Njóla Guðbrandsdóttir verkfræðingur er aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hún spjallaði við flugmennina eftir fyrsta tilraunaflug vetnisknúinnar farþegaflugvélar í Washington-ríki í Bandaríkjunum fyrir helgi. Steingrímur Dúi Másson Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Dash 8-flugvél Universal Hydrogen taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Moses Lake í Washington-ríki í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Í stað þess að smíða nýjar flugvélar frá grunni þróar Universal Hydrogen þá leið til orkuskipta að umbreyta hreyflum og eldsneytiskerfum svo vélarnar verði vetnisknúnar. Tilraunaflugvél Universal Hydrogen, Dash 8-300, lyftir sér af jörðinni í fyrsta flugtakinu.Universal Hydrogen Til að gæta fyllstu varúðar í þessu fyrsta tilraunaflugi var þó aðeins annar hreyfillinn knúinn vetni en hinn venjulegu þotueldsneyti. Með viljayfirlýsingu frá árinu 2021 er Icelandair samstarfsaðili Universal Hydrogen og var með sinn sérfræðing á staðnum, Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Hún segir stemmninguna á flugvellinum hafa verið engu líka þegar flugmennirnir stigu frá borði að fluginu loknu. Þeim hafi verið fagnað eins og ofurhetjum. Eftir lendingu eru ný fullhlaðin vetnishylki sett aftast í vélina.Universal Hydrogen „Það er líka magnað að sjá vél á flugi þar sem kemur bara vatnsgufa út úr mótornum en engin mengun,“ segir Heiða Njóla, en glöggir áhorfendur geta vonandi greint vatnsgufuna í sjónvarpsfréttinni sem fylgir. „Og ég fékk einmitt tækifæri til að ræða þarna við flugmennina sem höfðu flogið vélinni. Auðvitað var fyrsta spurningin: Hvernig var tilfinningin? Hann sagði orðrétt: Þetta var bara eins og að fljúga Dash 8,“ hefur Heiða eftir flugstjóranum. Icelandair notar flugvélar af gerðinni Dash 8-200 og Dash 8-400 í innanlandsfluginu.Vilhelm Gunnarsson Dash 8 er einmitt sú tegund sem Icelandair notar á innanlandsleiðum og einnig sú sem Landhelgisgæslan notar. Með reynsluflugi Universal Hydrogen varð þessi tegund stærsta flugvél sögunnar til að fljúga á vetni með efnarafali. „Og meira að segja þá drógu þau af þegar þau voru komin í loftið. Þannig að þau flugu í rauninni nær eingöngu á vetninu. Það eru líka stór tímamót,“ segir Heiða. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er af gerðinni Dash 8-300. Gangi áætlanir Universal Hydrogen eftir væri einnig unnt að gera hana vetnisknúna árið 2025.Vilhelm Gunnarsson Ráðamenn Universal Hydrogen stefna að því að hefja afhendingu á umbreyttum og vottuðum vetnisknúnum farþegaflugvélum árið 2025. En gætum við séð slíka umbreytingu á vélum Icelandair á næstu árum? „Hver þróunin verður er auðvitað ekki gott að segja. En þetta er gríðarlega mikilvægur áfangi á þessari vegferð. Það hefur verið talað um það að vetnisflug á þessum áratug sé raunhæfur möguleiki,“ svarar Heiða Njóla Guðbrandsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fulltrúi Universal Hydrogen kynnti verkefnið á Hringborði norðurslóða í Reykjavík í október í haust, sem sjá má í þessari frétt: Fréttir af flugi Icelandair Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Dash 8-flugvél Universal Hydrogen taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Moses Lake í Washington-ríki í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Í stað þess að smíða nýjar flugvélar frá grunni þróar Universal Hydrogen þá leið til orkuskipta að umbreyta hreyflum og eldsneytiskerfum svo vélarnar verði vetnisknúnar. Tilraunaflugvél Universal Hydrogen, Dash 8-300, lyftir sér af jörðinni í fyrsta flugtakinu.Universal Hydrogen Til að gæta fyllstu varúðar í þessu fyrsta tilraunaflugi var þó aðeins annar hreyfillinn knúinn vetni en hinn venjulegu þotueldsneyti. Með viljayfirlýsingu frá árinu 2021 er Icelandair samstarfsaðili Universal Hydrogen og var með sinn sérfræðing á staðnum, Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Hún segir stemmninguna á flugvellinum hafa verið engu líka þegar flugmennirnir stigu frá borði að fluginu loknu. Þeim hafi verið fagnað eins og ofurhetjum. Eftir lendingu eru ný fullhlaðin vetnishylki sett aftast í vélina.Universal Hydrogen „Það er líka magnað að sjá vél á flugi þar sem kemur bara vatnsgufa út úr mótornum en engin mengun,“ segir Heiða Njóla, en glöggir áhorfendur geta vonandi greint vatnsgufuna í sjónvarpsfréttinni sem fylgir. „Og ég fékk einmitt tækifæri til að ræða þarna við flugmennina sem höfðu flogið vélinni. Auðvitað var fyrsta spurningin: Hvernig var tilfinningin? Hann sagði orðrétt: Þetta var bara eins og að fljúga Dash 8,“ hefur Heiða eftir flugstjóranum. Icelandair notar flugvélar af gerðinni Dash 8-200 og Dash 8-400 í innanlandsfluginu.Vilhelm Gunnarsson Dash 8 er einmitt sú tegund sem Icelandair notar á innanlandsleiðum og einnig sú sem Landhelgisgæslan notar. Með reynsluflugi Universal Hydrogen varð þessi tegund stærsta flugvél sögunnar til að fljúga á vetni með efnarafali. „Og meira að segja þá drógu þau af þegar þau voru komin í loftið. Þannig að þau flugu í rauninni nær eingöngu á vetninu. Það eru líka stór tímamót,“ segir Heiða. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er af gerðinni Dash 8-300. Gangi áætlanir Universal Hydrogen eftir væri einnig unnt að gera hana vetnisknúna árið 2025.Vilhelm Gunnarsson Ráðamenn Universal Hydrogen stefna að því að hefja afhendingu á umbreyttum og vottuðum vetnisknúnum farþegaflugvélum árið 2025. En gætum við séð slíka umbreytingu á vélum Icelandair á næstu árum? „Hver þróunin verður er auðvitað ekki gott að segja. En þetta er gríðarlega mikilvægur áfangi á þessari vegferð. Það hefur verið talað um það að vetnisflug á þessum áratug sé raunhæfur möguleiki,“ svarar Heiða Njóla Guðbrandsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fulltrúi Universal Hydrogen kynnti verkefnið á Hringborði norðurslóða í Reykjavík í október í haust, sem sjá má í þessari frétt:
Fréttir af flugi Icelandair Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33