Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2022 06:30 Guðni var ánægður eftir flugið og hafði orð á því að minni læti væru í rafmagnsvélinni en öðrum sambærilegum vélum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vísir/Arnar Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar
Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33