Íslensk kona dæmd í fangelsi í stóru Oxycontin-máli í Finnlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2023 15:37 Frá Helsinki í Finnlandi þar sem dómur var kveðinn upp í janúar. Getty/Henryk Sadura 32 ára gömul íslensk kona hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í Finnlandi fyrir dreifingu á ópíóðalyfinu Oxycontin. Þyngsta refsingin í málinu hljóðaði upp á rúmlega fimm ára fangelsi. RÚV vakti athygli á málinu í dag en dómurinn var kveðinn upp í lok janúar. Talið var að konan væri hluti af fimmtán manna hóp sem dreifði OxyContin í höfuðborginni Helsinki. Finnski fjölmiðillinn Yle greinir frá því að konan heiti Auður Kristín Pálmadóttir sem hefði verið í slagtogi við karlmann í málinu. Ein tafla á allt að fimmtán þúsund krónur Fram kom á vef finnsku lögreglunnar í september að rannsókn væri vel á veg komin í umsvifamiklu fíkniefnamáli sem tengdist sölu á oxycontin í höfuðborginni Helsinki. Tveir hópar fólks hefðu verið til rannsóknar. Húsleit hefði verið gerð í tengslum við rannsókn á öðrum hópnum sem var grunaður um rán. Rúmlega sextíu þúsund evrur, jafnvirði rúmlega níu milljóna króna, höfðu verið haldlagðar og sömuleiðis um þúsund OxyContin töflur, kíló af amfetamíni auk fleiri fíkniefna. Rannsóknin leiddi í ljós að OxyContin töflunum hafði verið smyglað frá Eistlandi til Finnlands. 80 mg töflur voru seldar á götunni fyrir jafnvirði 15 þúsund íslenskar krónur. Töflurnar kosta í finnsku apóteki, gegn framvísun lyfseðils, innan við tvö hundruð krónur. Miklir fjárhagserfiðleikar vegna fíknar Haft er eftir lögreglunni í Finnlandi að fólk með OxyContin fíkn noti allt að tíu töflur á dag og lendi því í miklum fjárhagserfiðleikum til að fjármagna neyslu sína auk þess að missa vinnuna. Fjallað var um ópíóðafíkn í Kompás á Vísi í fyrra og hversu ávanabindandi efnið er. Talið er að hundruð þúsundir hafi látið lífið í Bandaríkjunum vegna ofskömmtunar á undanförnum árum. Egolr Vasilchikov, 32 ára karlmaður, fékk fimm og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot sín. Fram kom í dómnum að hann hefði verið stórtækur í söludreifingu á efnunum. Hann var talinn hafa selt efni í gegnum skilaboðaforritið Wickr. Þar hafi hann gengið undir viðurnefninu „klámaðdáandinn“ en hann þvertók fyrir það sem og aðild sína að málinu. Fólk er reglulega gripið með OxyContin töflur í fórum sínum við komuna til Keflavíkurflugvallar. Um 3.500 manns voru í fyrra skráðir neytendur Oxycontin hér á landi. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aukist ár frá ári hér á landi undanfarin ár. Íslendingar erlendis Finnland Tengdar fréttir 1.573 lyfjatengd atvik skráð árið 2021 Hérlendis voru 11.474 atvik skráð í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu árið 2021. Algengustu skráðu atvikin voru byltur en lyfjatengd atvik voru næst algengust, 1.573 talsins, eða 14 prósent. Með atviki er átt við eitthvað sem má betur fara við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings. 16. september 2022 07:13 Gripinn með fimm þúsund sterkar OxyContin-töflur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 7. september vegna rannsóknar á innflutningi á um fimm þúsund töflum af OxyContin. 1. september 2022 13:23 Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. 17. janúar 2023 07:32 Oxy-notkun Íslendinga eykst og fimmta hver kona notar ópíóíða Ávísunum ópíóíða hefur fjölgað milli síðustu tveggja ára, í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fleiri leystu út lyfjaávísanir á ópíóíða í fyrra heldur en árið 2020 og meirihluti leysti út oftar en einu sinni. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. 21. mars 2022 14:33 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
RÚV vakti athygli á málinu í dag en dómurinn var kveðinn upp í lok janúar. Talið var að konan væri hluti af fimmtán manna hóp sem dreifði OxyContin í höfuðborginni Helsinki. Finnski fjölmiðillinn Yle greinir frá því að konan heiti Auður Kristín Pálmadóttir sem hefði verið í slagtogi við karlmann í málinu. Ein tafla á allt að fimmtán þúsund krónur Fram kom á vef finnsku lögreglunnar í september að rannsókn væri vel á veg komin í umsvifamiklu fíkniefnamáli sem tengdist sölu á oxycontin í höfuðborginni Helsinki. Tveir hópar fólks hefðu verið til rannsóknar. Húsleit hefði verið gerð í tengslum við rannsókn á öðrum hópnum sem var grunaður um rán. Rúmlega sextíu þúsund evrur, jafnvirði rúmlega níu milljóna króna, höfðu verið haldlagðar og sömuleiðis um þúsund OxyContin töflur, kíló af amfetamíni auk fleiri fíkniefna. Rannsóknin leiddi í ljós að OxyContin töflunum hafði verið smyglað frá Eistlandi til Finnlands. 80 mg töflur voru seldar á götunni fyrir jafnvirði 15 þúsund íslenskar krónur. Töflurnar kosta í finnsku apóteki, gegn framvísun lyfseðils, innan við tvö hundruð krónur. Miklir fjárhagserfiðleikar vegna fíknar Haft er eftir lögreglunni í Finnlandi að fólk með OxyContin fíkn noti allt að tíu töflur á dag og lendi því í miklum fjárhagserfiðleikum til að fjármagna neyslu sína auk þess að missa vinnuna. Fjallað var um ópíóðafíkn í Kompás á Vísi í fyrra og hversu ávanabindandi efnið er. Talið er að hundruð þúsundir hafi látið lífið í Bandaríkjunum vegna ofskömmtunar á undanförnum árum. Egolr Vasilchikov, 32 ára karlmaður, fékk fimm og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot sín. Fram kom í dómnum að hann hefði verið stórtækur í söludreifingu á efnunum. Hann var talinn hafa selt efni í gegnum skilaboðaforritið Wickr. Þar hafi hann gengið undir viðurnefninu „klámaðdáandinn“ en hann þvertók fyrir það sem og aðild sína að málinu. Fólk er reglulega gripið með OxyContin töflur í fórum sínum við komuna til Keflavíkurflugvallar. Um 3.500 manns voru í fyrra skráðir neytendur Oxycontin hér á landi. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aukist ár frá ári hér á landi undanfarin ár.
Íslendingar erlendis Finnland Tengdar fréttir 1.573 lyfjatengd atvik skráð árið 2021 Hérlendis voru 11.474 atvik skráð í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu árið 2021. Algengustu skráðu atvikin voru byltur en lyfjatengd atvik voru næst algengust, 1.573 talsins, eða 14 prósent. Með atviki er átt við eitthvað sem má betur fara við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings. 16. september 2022 07:13 Gripinn með fimm þúsund sterkar OxyContin-töflur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 7. september vegna rannsóknar á innflutningi á um fimm þúsund töflum af OxyContin. 1. september 2022 13:23 Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. 17. janúar 2023 07:32 Oxy-notkun Íslendinga eykst og fimmta hver kona notar ópíóíða Ávísunum ópíóíða hefur fjölgað milli síðustu tveggja ára, í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fleiri leystu út lyfjaávísanir á ópíóíða í fyrra heldur en árið 2020 og meirihluti leysti út oftar en einu sinni. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. 21. mars 2022 14:33 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
1.573 lyfjatengd atvik skráð árið 2021 Hérlendis voru 11.474 atvik skráð í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu árið 2021. Algengustu skráðu atvikin voru byltur en lyfjatengd atvik voru næst algengust, 1.573 talsins, eða 14 prósent. Með atviki er átt við eitthvað sem má betur fara við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings. 16. september 2022 07:13
Gripinn með fimm þúsund sterkar OxyContin-töflur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 7. september vegna rannsóknar á innflutningi á um fimm þúsund töflum af OxyContin. 1. september 2022 13:23
Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. 17. janúar 2023 07:32
Oxy-notkun Íslendinga eykst og fimmta hver kona notar ópíóíða Ávísunum ópíóíða hefur fjölgað milli síðustu tveggja ára, í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fleiri leystu út lyfjaávísanir á ópíóíða í fyrra heldur en árið 2020 og meirihluti leysti út oftar en einu sinni. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. 21. mars 2022 14:33