„Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. mars 2023 13:32 Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, segir fjölmargar áskoranir blasa við í skólamálum. Vísir/Sigurjón Þörf er á sterkara kerfi til að mæta auknum þörfum skólasamfélagsins að sögn verkefnastjóra hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Margir skólar og nemendur séu ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að dafna eins og staðan er í dag. Tilkoma miðlægrar stofnunar sé skref í rétta átt en mörg úrlausnarefni standi eftir. Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur í dag fyrir þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu en um er að ræða lið í samráðsferli sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma og undirbúning fyrir ný lög í málaflokknum. Niðurstöður samráðsferlisins voru meðal þess sem kynntar voru í dag en Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, segir að rætt hafi verið við mörg hundruð manns á samráðsfundum og í skólaheimsóknum um þeirra upplifun af stuðningsþjónustu í skólum og væntingar til nýrra laga. Mikill samhljómur hafi verið milli ólíkra hópa hagsmunaaðila og heldur vinnan áfram í dag. „Við viljum heyra hugmyndir fólks um skipulag þjónustunnar, viðfangsefni hennar og hvar eigi að draga mörkin, til dæmis á milli skólaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og annarra kerfa. Það verða teknar fyrir tólf svona lykilspurningar eftir hádegið þar sem við vonumst til þess að fá skemmtilegar og gagnlegar hugmyndir að lausnum,“ segir Sigrún. Fjöldi skóla og barna fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi Töluvert af úrlausnarefnum standi eftir hvað varðar kerfið í heild samhliða þróun samfélagsins og aukins fjölbreytileika. Mæta þurfi fjölbreyttum áskorunum í skólakerfinu. „Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi til þess að halda utan um þarfir skólasamfélagsins og þær áskoranir sem þar eru. Það vantar líka miðlægan aðila sem að getur stigið inn í mál þar sem það eru kannski ekki til lausnir innan skólans eða jafnvel innan bæjarfélagsins,“ segir Sigrún en slíkur miðlægur aðili hefur ekki verið til staðar fram að þessu. Ráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um nýja miðlæga þjónustustofnun og er frumvarpið komið í Samráðsgátt. Stofnuninni er ætlað að fara með þjónustu, ráðgjöf og stuðning við skólastarf og skólaþjónustu en með frumvarpinu er lagt til að menntamálastofnun verði lögð niður og verkefni þeirra að hluta flutt yfir til nýrrar stofnunar. Um verður að ræða faglega þekkingarmiðstöð á landsvísu sem styður meðal annars við innleiðingu farsældarþjónustu í skólum. Að sögn Sigrúnar mun slík stofnun gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar heildarsýnina. „Staðan er þannig í dag að fjöldi sveitarfélaga eða fjöldi skóla er í raun ekki að fá þjónustu sem þau þurfa til að geta sinnt gæðamenntun, fjöldi barna er ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til þess að geta dafnað í námi. Það er þetta sem við þurfum að finna leiðir til þess að brúa á öllu landinu, þvert á öll skólastig,“ segir Sigrún. Skipuleggja þurfi þjónustuna vel og ljóst að ákveðnir þættir muni taka nokkurn tíma, svo sem þrepaskiptur stuðningur í skólum og styrking innviða. Hugsað er í lausnum í framhaldinu. „Það er verið að vinna þetta á tvenns konar vettvangi, annars vegar í mjög miklu langtímaplani en svo er líka verið að teikna upp úrræði sem að getur vonandi litið dagsins ljós mjög fljótlega,“ segir Sigrún. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2. mars 2023 13:10 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur í dag fyrir þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu en um er að ræða lið í samráðsferli sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma og undirbúning fyrir ný lög í málaflokknum. Niðurstöður samráðsferlisins voru meðal þess sem kynntar voru í dag en Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, segir að rætt hafi verið við mörg hundruð manns á samráðsfundum og í skólaheimsóknum um þeirra upplifun af stuðningsþjónustu í skólum og væntingar til nýrra laga. Mikill samhljómur hafi verið milli ólíkra hópa hagsmunaaðila og heldur vinnan áfram í dag. „Við viljum heyra hugmyndir fólks um skipulag þjónustunnar, viðfangsefni hennar og hvar eigi að draga mörkin, til dæmis á milli skólaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og annarra kerfa. Það verða teknar fyrir tólf svona lykilspurningar eftir hádegið þar sem við vonumst til þess að fá skemmtilegar og gagnlegar hugmyndir að lausnum,“ segir Sigrún. Fjöldi skóla og barna fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi Töluvert af úrlausnarefnum standi eftir hvað varðar kerfið í heild samhliða þróun samfélagsins og aukins fjölbreytileika. Mæta þurfi fjölbreyttum áskorunum í skólakerfinu. „Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi til þess að halda utan um þarfir skólasamfélagsins og þær áskoranir sem þar eru. Það vantar líka miðlægan aðila sem að getur stigið inn í mál þar sem það eru kannski ekki til lausnir innan skólans eða jafnvel innan bæjarfélagsins,“ segir Sigrún en slíkur miðlægur aðili hefur ekki verið til staðar fram að þessu. Ráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um nýja miðlæga þjónustustofnun og er frumvarpið komið í Samráðsgátt. Stofnuninni er ætlað að fara með þjónustu, ráðgjöf og stuðning við skólastarf og skólaþjónustu en með frumvarpinu er lagt til að menntamálastofnun verði lögð niður og verkefni þeirra að hluta flutt yfir til nýrrar stofnunar. Um verður að ræða faglega þekkingarmiðstöð á landsvísu sem styður meðal annars við innleiðingu farsældarþjónustu í skólum. Að sögn Sigrúnar mun slík stofnun gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar heildarsýnina. „Staðan er þannig í dag að fjöldi sveitarfélaga eða fjöldi skóla er í raun ekki að fá þjónustu sem þau þurfa til að geta sinnt gæðamenntun, fjöldi barna er ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til þess að geta dafnað í námi. Það er þetta sem við þurfum að finna leiðir til þess að brúa á öllu landinu, þvert á öll skólastig,“ segir Sigrún. Skipuleggja þurfi þjónustuna vel og ljóst að ákveðnir þættir muni taka nokkurn tíma, svo sem þrepaskiptur stuðningur í skólum og styrking innviða. Hugsað er í lausnum í framhaldinu. „Það er verið að vinna þetta á tvenns konar vettvangi, annars vegar í mjög miklu langtímaplani en svo er líka verið að teikna upp úrræði sem að getur vonandi litið dagsins ljós mjög fljótlega,“ segir Sigrún.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2. mars 2023 13:10 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2. mars 2023 13:10