„Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. mars 2023 13:32 Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, segir fjölmargar áskoranir blasa við í skólamálum. Vísir/Sigurjón Þörf er á sterkara kerfi til að mæta auknum þörfum skólasamfélagsins að sögn verkefnastjóra hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Margir skólar og nemendur séu ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að dafna eins og staðan er í dag. Tilkoma miðlægrar stofnunar sé skref í rétta átt en mörg úrlausnarefni standi eftir. Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur í dag fyrir þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu en um er að ræða lið í samráðsferli sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma og undirbúning fyrir ný lög í málaflokknum. Niðurstöður samráðsferlisins voru meðal þess sem kynntar voru í dag en Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, segir að rætt hafi verið við mörg hundruð manns á samráðsfundum og í skólaheimsóknum um þeirra upplifun af stuðningsþjónustu í skólum og væntingar til nýrra laga. Mikill samhljómur hafi verið milli ólíkra hópa hagsmunaaðila og heldur vinnan áfram í dag. „Við viljum heyra hugmyndir fólks um skipulag þjónustunnar, viðfangsefni hennar og hvar eigi að draga mörkin, til dæmis á milli skólaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og annarra kerfa. Það verða teknar fyrir tólf svona lykilspurningar eftir hádegið þar sem við vonumst til þess að fá skemmtilegar og gagnlegar hugmyndir að lausnum,“ segir Sigrún. Fjöldi skóla og barna fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi Töluvert af úrlausnarefnum standi eftir hvað varðar kerfið í heild samhliða þróun samfélagsins og aukins fjölbreytileika. Mæta þurfi fjölbreyttum áskorunum í skólakerfinu. „Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi til þess að halda utan um þarfir skólasamfélagsins og þær áskoranir sem þar eru. Það vantar líka miðlægan aðila sem að getur stigið inn í mál þar sem það eru kannski ekki til lausnir innan skólans eða jafnvel innan bæjarfélagsins,“ segir Sigrún en slíkur miðlægur aðili hefur ekki verið til staðar fram að þessu. Ráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um nýja miðlæga þjónustustofnun og er frumvarpið komið í Samráðsgátt. Stofnuninni er ætlað að fara með þjónustu, ráðgjöf og stuðning við skólastarf og skólaþjónustu en með frumvarpinu er lagt til að menntamálastofnun verði lögð niður og verkefni þeirra að hluta flutt yfir til nýrrar stofnunar. Um verður að ræða faglega þekkingarmiðstöð á landsvísu sem styður meðal annars við innleiðingu farsældarþjónustu í skólum. Að sögn Sigrúnar mun slík stofnun gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar heildarsýnina. „Staðan er þannig í dag að fjöldi sveitarfélaga eða fjöldi skóla er í raun ekki að fá þjónustu sem þau þurfa til að geta sinnt gæðamenntun, fjöldi barna er ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til þess að geta dafnað í námi. Það er þetta sem við þurfum að finna leiðir til þess að brúa á öllu landinu, þvert á öll skólastig,“ segir Sigrún. Skipuleggja þurfi þjónustuna vel og ljóst að ákveðnir þættir muni taka nokkurn tíma, svo sem þrepaskiptur stuðningur í skólum og styrking innviða. Hugsað er í lausnum í framhaldinu. „Það er verið að vinna þetta á tvenns konar vettvangi, annars vegar í mjög miklu langtímaplani en svo er líka verið að teikna upp úrræði sem að getur vonandi litið dagsins ljós mjög fljótlega,“ segir Sigrún. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2. mars 2023 13:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur í dag fyrir þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu en um er að ræða lið í samráðsferli sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma og undirbúning fyrir ný lög í málaflokknum. Niðurstöður samráðsferlisins voru meðal þess sem kynntar voru í dag en Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, segir að rætt hafi verið við mörg hundruð manns á samráðsfundum og í skólaheimsóknum um þeirra upplifun af stuðningsþjónustu í skólum og væntingar til nýrra laga. Mikill samhljómur hafi verið milli ólíkra hópa hagsmunaaðila og heldur vinnan áfram í dag. „Við viljum heyra hugmyndir fólks um skipulag þjónustunnar, viðfangsefni hennar og hvar eigi að draga mörkin, til dæmis á milli skólaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og annarra kerfa. Það verða teknar fyrir tólf svona lykilspurningar eftir hádegið þar sem við vonumst til þess að fá skemmtilegar og gagnlegar hugmyndir að lausnum,“ segir Sigrún. Fjöldi skóla og barna fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi Töluvert af úrlausnarefnum standi eftir hvað varðar kerfið í heild samhliða þróun samfélagsins og aukins fjölbreytileika. Mæta þurfi fjölbreyttum áskorunum í skólakerfinu. „Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi til þess að halda utan um þarfir skólasamfélagsins og þær áskoranir sem þar eru. Það vantar líka miðlægan aðila sem að getur stigið inn í mál þar sem það eru kannski ekki til lausnir innan skólans eða jafnvel innan bæjarfélagsins,“ segir Sigrún en slíkur miðlægur aðili hefur ekki verið til staðar fram að þessu. Ráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um nýja miðlæga þjónustustofnun og er frumvarpið komið í Samráðsgátt. Stofnuninni er ætlað að fara með þjónustu, ráðgjöf og stuðning við skólastarf og skólaþjónustu en með frumvarpinu er lagt til að menntamálastofnun verði lögð niður og verkefni þeirra að hluta flutt yfir til nýrrar stofnunar. Um verður að ræða faglega þekkingarmiðstöð á landsvísu sem styður meðal annars við innleiðingu farsældarþjónustu í skólum. Að sögn Sigrúnar mun slík stofnun gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar heildarsýnina. „Staðan er þannig í dag að fjöldi sveitarfélaga eða fjöldi skóla er í raun ekki að fá þjónustu sem þau þurfa til að geta sinnt gæðamenntun, fjöldi barna er ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til þess að geta dafnað í námi. Það er þetta sem við þurfum að finna leiðir til þess að brúa á öllu landinu, þvert á öll skólastig,“ segir Sigrún. Skipuleggja þurfi þjónustuna vel og ljóst að ákveðnir þættir muni taka nokkurn tíma, svo sem þrepaskiptur stuðningur í skólum og styrking innviða. Hugsað er í lausnum í framhaldinu. „Það er verið að vinna þetta á tvenns konar vettvangi, annars vegar í mjög miklu langtímaplani en svo er líka verið að teikna upp úrræði sem að getur vonandi litið dagsins ljós mjög fljótlega,“ segir Sigrún.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2. mars 2023 13:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2. mars 2023 13:10