Erlent

Biðst fyrir­gefningar vegna lestar­slyssins

Árni Sæberg skrifar
Kyriakos Mitsotakis( er forsætisráðherra Grikklands.
Kyriakos Mitsotakis( er forsætisráðherra Grikklands. Nicolas Economou/Getty

Forsætisráðherra Grikklands hefur beðist fyrirgefningar vegna versta lestarslyss í sögu landsins. Minnst 57 létu lífið þegar tvær lestir, sem ekið var í gagnstæða átt á sama spori, skullu saman.

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, var harðlega gagnrýndur eftir að hann kenndi mannlegum mistökum um slysið á miðvikudag, þegar hann tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um það. Þá hafa Grikkir mótmælt á götum úti eftir slysið og samgönguráðherra landsins hefur sagt af sér.

„Ég skulda öllum, sérstaklega fjölskyldum hinna látnu, innilega afsökunarbeiðni. Bæði persónulega og fyrir hönd allra þeirra sem stýrt hafa landinu í mörg ár. Árið 2023 er óhugsandi að tveimur lestum sé ekið í gagnstæða átt á sama sporinu og enginn taki eftir því. Við getum ekki, viljum ekki og megum ekki fela okkur á bak við mannleg mistök,“ segir forsætisráðherrann í færslu á Facebook í dag. AP greinir frá.

Lofar bót og betrun

Lestarfstöðvarstjóri hefur varið ákærður vegna slyssins, sem varð á aðfararnótt 1. mars síðastliðins. Grískir fjölmiðlar hafa greint frá því að sjálfvirkur merkjabúnaður hafi ekki verið virkur og það hafi valdið mistökum lestarstöðvarstjórans, með skelfilegum afleiðingum.

Mitsotakis hefur lofað því að atvikið verði rannsakað hratt og ítarlega og að ráðist verði í gagngerar endurbætur á öryggismálum lestarkerfis Grikklands.


Tengdar fréttir

Kom til á­taka í mót­mælum í kjöl­far lestar­slyssins í Grikk­landi

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan höfuðstöðvar grísku lestarstofnunarinnar í Aþenu í gærkvöldi í kjölfar lestarslyssins þar sem staðfest er að 43 hið minnsta týndu lífi. Margir hafa sagt að einungis hafi verið tímaspursmál hvenær slys sem þetta myndi eiga sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×