Innlent

Af­hjúpuðu nýtt merki Sam­fylkingarinnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Þar var nýtt merki flokksins afhjúpað.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Þar var nýtt merki flokksins afhjúpað. Baldur Kristjánsson

Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer nú fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. Á fundinum flutti Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ræðu og var nýtt merki flokksins afhjúpað. 

Merkið er rós en tillaga um þetta var lögð fram af formanni stjórnar verkalýðsmálaráðs flokksins og var samþykkt á landsfundi síðasta haust. Rósin var síðan afhjúpuð í dag. 

Rósin er nýtt merki Samfylkingarinnar.

„Rósin er klassísk og sterk í einfaldleika sínum. Samhliða nýju merki tekur Samfylkingin síðan í gagnið nýtt heildarútlit með nýjum lit, nýrri leturgerð og nýrri hönnun. Þar er rauði liturinn mest áberandi — enda einkennislitur jafnaðarmennsku um allan heim. Rauði liturinn er klassískur og kröftugri en sá sem Samfylkingin hefur notast við á undanförnum árum,“ segir í tilkynningu um nýja merkið. 

Frá stofnun Samfylkingarinnar hefur merkið verið rauð kúla en allir systurflokkarnir á Norðurlöndunum hafa notast við rós, fyrir utan Finna. 

Rósin var hönnuð af grafíska hönnuðinum Sigga Oddssyni sem starfar sem hönnunarstjóri í New York. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×