Þessi 31 árs gamli framherji hefur verið á mála hjá Bítlaborgarliðinu síðan árið 2015 þegar félagið keypti hann frá Hoffenheim fyrir 29 milljónir punda.
Firmino hefur leikið 353 leiki fyrir Liverpool þar sem hann hefur skorað 107 mörk og gefið auk þess 70 stoðsendingar. Á tíma sínum hjá félaginu hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn og heimsmeistaramót félagsliða.
Roberto Firmino will leave Liverpool on a free transfer at the end of the season — the decision has been made 🔴🇧🇷 #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 3, 2023
Firmino, grateful to Liverpool & Klopp also for contract proposal but he feels it’s time for new challenge as revealed by @Plettigoal.
Club & Klopp, informed. pic.twitter.com/DZ2iNXfFkO
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi halda Firmino innan raða félagsins, en framherjinn hefur gert upp hug sinn og ætlar sér að leita sér að nýrri áskorun.
Undanfarin misseri hefur Firmino fallið aftar í goggunarröðinni eftir komu Diogo Jota, Luis Diaz, Darwin Nunez og Cody Gakpo til liðsins og því hefur spiltíma hans farið minnkandi. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn hjá leikmanninum.
Firmino hefur komið við sögu í 26 leikjum í öllum keppnum á yfirstandandi tímabili þar sem hann hefur skorað níu mörk og gefið fjórar stoðsendingar.