Tveir mannanna höfðu falið sig í farangursrými bifreiðarinnar en komu út og settust í aftursæti bílsins þar sem þeir hótuðu að úða piparúða í augu brotaþola. Neyddu þeir hann til að aka með sér að sumarbústað sunnan við Elliðavatn þar sem þeir veittust að honum með ofbeldi, úðuðu piparúða í augu hans og slógu hann með stálröri víðsvegar um líkamann.

Því næst var brotaþoli neyddur til að afklæðast og fara ofan í Elliðavatn. Mennirnir skildu hann eftir þar, kaldan og blautan auk þess sem hann var með áverka víðsvegar á líkama eftir barsmíðarnar.
Maðurinn krefst rúmlega tveggja milljóna króna auk vaxta í skaðabætur.
Aðalmeðferð málsins er á dagskrá héraðsdóms Reykjavíkur eftir tæpar tvær vikur.