Fótbolti

Martínez ljóstrar upp um það sem hann sagði við Mbappé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emiliano Martínez með Enzo Fernández, Lionel Messi og Kylian Mbappé eftir úrslitaleik HM.
Emiliano Martínez með Enzo Fernández, Lionel Messi og Kylian Mbappé eftir úrslitaleik HM. getty/Simon Bruty

Emiliano Martínez hefur ljóstrað upp um hvað hann sagði við Kylian Mbappé eftir úrslitaleik HM í Katar þar sem Argentína vann Frakkland í vítaspyrnukeppni.

Martínez fór mikinn í vítakeppninni og eftir leikinn og nuddaði salti í sár Mbappés. Hann sagði samherjum sínum til að mynda að hafa einnar mínútu þögn fyrir Frakkann og mætti með Mbappé-brúðu þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum í Búenos Aires. Franska knattspyrnusambandið kvartaði formlega undan hegðun Martínez.

Í nýlegu viðtali sagðist Martínez samt hafa hughreyst Mbappé eftir úrslitaleikinn þar sem Frakkinn skoraði þrennu og svo úr sinni spyrnu í vítakeppninni.

„Ég sagði honum að standa upp og horfa fram á við. Hann ætti ekki að sitja á grasinu heldur vera stoltur af leiknum sem hann spilaði,“ sagði Martínez. „Hann skoraði fjögur mörk gegn mér. Ef einhver ætti að sitja á grasinu er það ég,“ bætti hann við.

Martínez, sem leikur með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, var valinn besti markvörður HM. Mbappé var markahæsti leikmaður mótsins með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×