Innlent

Fót­brotnaði á Fagra­dals­fjalli

Bjarki Sigurðsson skrifar
Konunni var komið niður í buggy-bílnum.
Konunni var komið niður í buggy-bílnum. Þorbjörn

Kona sem var á göngu á Fagradalsfjalli í gær fótbrotnaði. Björgunarsveitin Þorbjörn sá til þess að konan og dóttir hennar kæmust niður fjallið. 

Konan fótbrotnaði ofarlega í fjallinu og þurfti að koma henni niður á börum í buggy-bíl björgunarsveitarinnar. Dóttir hennar gekk niður ásamt björgunarsveitarmanni og passaði upp á að skór móður hennar myndi ekki týnast. 

Útkallið barst klukkan tvö í gærdag en rúmlega klukkutíma síðar var konan komin í sjúkrabíl. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×