Erlent

Hristi sig og hornin hrundu af

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þessi elgur hafði misst annað horn sitt. Hann tengist fréttinni ekki beint.
Þessi elgur hafði misst annað horn sitt. Hann tengist fréttinni ekki beint. Getty/Patrick Pleul

Þjóðgarðsvörðurinn Derek Burgoyne náði myndbandi af því þegar elgur hristi sig og missti í leiðinni horn sín. Afar sjaldgæft er að sjá þegar hornin falla af elgum. 

Elgurinn er eitt tignarlegasta dýr veraldar. Þeir verða allt að tveir metrar á hæð og eru yfirleitt um 850 kíló að þyngd. Karldýrin eru með stór horn sem þeir nota meðal annars til að kljást við önnur karldýr. Hornin falla af dýrunum einu sinni á ári og vaxa ný í staðinn. 

Derek Burgoyne starfar sem þjóðgarðsvörður í Nýju-Brúnsvík í Kanada og stundar hann það einnig að taka myndir og myndbönd af dýralífi svæðisins. 

Hann var með dróna sinn á sveimi yfir elgi þegar elgurinn hristi sig snögglega. Við það hrundu af honum hornin og hljóp elgurinn í burtu. Þetta er í fyrsta sinn sem Burgoyne nær myndbandi af slíku. 

„Það sem þeir gera oft er að eftir að þeir eru í snjó eða vatni þá hrista þeir sig til að losna við snjóinn eða bleytuna. Og á meðan hann hristi sig, þá var ég að taka upp og þú hefur séð hvað gerðist,“ segir Burgoyne í samtali við CBS í Kanada. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×