Nánast uppselt á ferna tónleika þrátt fyrir engar auglýsingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 17:28 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingó segir 3700 af 4000 miðum selda sem er athyglisvert þar sem tónleikarnir hafa hvergi verið auglýstir. Hann er gífurlega spenntur fyrir tónleikunum þar sem gleði og skemmtun verður allsráðandi að hans sögn. Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi. Í samtali við Vísi segir Ingó tónleika sérstaka enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum. Ingó hefur selt miða á tónleikana í gegnum Facebook. Selur miða í gegnum Facebook Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar af 4000 séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt. Aðspurður hvernig áhugasamir geti nálgast miða segir Ingó að best sé að senda sér skilaboð á Facebook. Hann geti sent miðana í pósti. Hann segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla. Allur fókus á gleði og skemmtun Ingó hefur ekki komið mikið fram opinberlega síðustu tvö ár eftir að margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Hann hefur vísað ásökunum á bug og sagt þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2. „Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi. Í samtali við Vísi segir Ingó tónleika sérstaka enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum. Ingó hefur selt miða á tónleikana í gegnum Facebook. Selur miða í gegnum Facebook Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar af 4000 séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt. Aðspurður hvernig áhugasamir geti nálgast miða segir Ingó að best sé að senda sér skilaboð á Facebook. Hann geti sent miðana í pósti. Hann segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla. Allur fókus á gleði og skemmtun Ingó hefur ekki komið mikið fram opinberlega síðustu tvö ár eftir að margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Hann hefur vísað ásökunum á bug og sagt þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2. „Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira