Sekur á samfélagsmiðlum Ingólfur Þórarinsson skrifar 22. mars 2022 08:00 Kæru vinir! Undanfarna mánuði hef ég verið borinn þungum sökum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum og setið undir ósannindum af ýmsu tagi. Ég hef til að mynda verið kallaður ofbeldismaður, nauðgari og barnaníðingur þó það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er sárt að vera borinn slíkum sökum og geta í raun ekki varist þeim þar sem sannleikurinn virðist engu máli skipta. Þar að auki hefur verið ráðist af mikilli hörku á fyrirtæki sem ég starfa fyrir, X-Mist, og flesta þá sem hafa bókað mig til að syngja við sína viðburði. Skaðinn sem mér hefur verið unnin er óafturkræfur en ég get ekki lengur setið hjá og horft á annað saklaust fólk þjást fyrir þessa aðför að mér. Ég hef því ákveðið að láta af störfum mínum fyrir X-Mist. Fyrirtækið var byggt upp af heilindum og hugsjón aðila sem t.d. sáu það sem öflugt verkfæri í baráttunni gegn Covid 19 ásamt því að varan hefur hjálpað fólki við að leysa margvísleg vandamál. Ég óska fólkinu sem starfar fyrir fyrirtækið góðs gengis án þess utanaðkomandi áreitis sem þau hafa orðið fyrir vegna þess eins að vera kollegar mínir. Ég er svo sannarlega breyskur maður og hef gert mín mistök á löngum ferli eflaust sýnt af mér dónaskap og ekki komið nægjanlega vel fram við alla en ofbeldismaður og þaðan af verra er ég ekki. Þess vegna finnst mér mikilvægt að segja alla söguna. Sagan mín Mál mitt byrjar þannig að ég fæ símtal frá blaðamanni Mannlífs og er ég spurður hvort ég vilji láta hafa eitthvað eftir mér varðandi ummæli aðila sem að ég átti að hafa nauðgað fyrir 15 árum. Stuttu áður hafði góð vinkona mín sagt mér að ,,ég væri næstur og það væri verið að skipuleggja að taka mig fyrir næst‘‘. Ég kem eðlilega af fjöllum enda gæti ég ekki gert svo svívirðilegan hlut að nauðga þó byssu væri miðað að höfðinu á mér. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að á ferðinni er kona sem ég fór á nokkur stefnumót með fyrir 15 árum síðan. Stuttu áður hafði hún sagt að erfitt væri að setja sig í spor einhvers sem hefði verið nauðgað þar sem hún hefði ekki lent í slíku. Sannkallaður áróðursher fer í kjölfarið af stað síðasta sumar og kallar eftir sögum um mig. Þar virðist sannleikurinn engu skipta og ekki er leitað eftir heimildum eða staðfestingum á sannleiksgildi sagnanna. Í því sambandi má benda á að kona nokkur hefur viðurkennt að hafa sent inn nokkrar sögur sem voru uppspuni frá rótum, til þess eins að sjá hvort þær fengjust birtar. Þær voru allar birtar. Nafnlaust. Ég styð heilshugar baráttu gegn kynferðisbrotum og ofbeldi en aðförin að mér, minni persónu og atvinnu, tel ég ekki framlag í þeirri baráttu. Áróðursherinn hefur fengið mikið pláss í fjölmiðlum og í kommentakerfum viðhöfðu ýmsir aðilar, sem ég þekki ekki og hef aldrei hitt, hræðileg ummæli um mig. Ég læt nú reyna á það gagnvart löggjafanum hvort saka megi menn opinberlega um nauðganir og barnaníð. Það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi en er um leið það kostnaðarsamt að það er nánast ómögulegt að verja sig með þessum hætti. Árásir gegn mér hafa verið margvíslegar og meðal annars hefur Instagram reikningur minn verið eyðilagður og aðilar villt á sér heimildir inni á miðlinum Snapchat undir notendanöfnunum ingo_vedurgud, ivedurgud og mögulega fleirum sem ég veit ekki af. Þannig hafa óprúttnir aðilar sent skilaboð í mínu nafni. Hópur kvenna, sem ég þekki ekki neitt, ákvað að mótmæla því að ég syngi á þjóðhátið í Vestmannaeyjum og fengu sínu framgengt. Að auki var því svo slegið upp í fréttum að ég væri einhverra hluta vegna ekki bókaður að syngja fyrir ákveðna hópa en á sama tíma á ég í mínum bókum um 50 skipti þar sem ég hef komið fram fyrir slíka hópa undanfarin ár. Áhrifin á fjölskyldu og vini Allir sem þekkja mig og mitt fólk vita að ég er ekki ofbeldismaður. Ég hef alltaf staðið með þeim sem hafa orðið fyrir einelti og ofbeldi og getur fólk frá skólaárum mínum vottað fyrir það. Nú hef ég setið undir margvislegum ósannindum þar sem öllu er grautað saman og ég hef enga leið haft til þess að verja mig. Þá hafa þeir sem standa mér næst, fjölskylda og vinir, fengið að finna fyrir aðförinni gegn mér. Auk þess sem þeim þykir sárt að hlusta á ósannindi um mig hafa þau orðið fyrir grófum árásum sjálf vegna mín, svo grófum að kærasta mín þurfti til að mynda að hætta í vinnu sinni. Þetta er eitthvað sem enginn sér og fólk áttar sig kannski ekki á. Ásakanir sem þessar bitna því oft mest á saklausu fólki sem á það síst skilið. Benda ber á að árásarherinn er ekki fjölmennur. Þvert á móti er hann mjög fámennur en hávær hópur sem fjölmiðlar veita mikið pláss. Margir hafa haft samband við mig persónulega og lýst yfir stuðningi við mig. Oft er þetta fólk sem ég ekki þekki en þorir ekki að stíga fram og tjá sig opinberlega af ótta við hefndaraðgerðir. Ástæða þess er eðlileg, því þeir örfáu sem hafa gert það og sett spurningarmerki við aðferðina sem notuð er hafa heldur betur fengið að heyra það. Því fólki sem hefur lýst yfir stuðningi við mig og jafnvel tekið mínum málstað er ég óendanlega þakklátur. Áhrif á störf mín Í kjölfar alls þessa hefur starf mitt sem tónlistarmaður verið lagt í rúst. Þannig voru í framhaldi nánast öll mín gigg afbókuð, tónlist mín tekin úr spilun og mörg stór verkefni sem búið var að skipuleggja tekin af dagskrá. Ástæðan er ekki sú að viðkomandi aðilar trúi hinum nafnlausu frásögnum, treysti mér ekki til starfsins eða geri athugasemdir við mig, heldur sú að þeir óttast að lenda sjálfir í árásarhernum. Er sá ótti enda á rökum reistur þar sem ráðist hefur verið opinberlega á þá sem ég hef giggað hjá frá því aðförin gegn mér hófst. Auk þess að ráðast á starfsferil minn hefur árásarherinn gert mér ómögulegt að reka fyrirtækið X-mist sem ég rak ásamt góðum vini mínum. Fyrirtækið hefur sætt slíkum árásum að ég sé mér ekki lengur fært að starfa við það enda hefur þessi vinur minn og fjölskylda hans liðið mest fyrir linnulausar árásir. Það er í raun ótrúlegt að upplifa hvað sumt fólk er tilbúið að ganga langt í óhróðri og lygum til þess að ná sínu fram. Tilgangurinn virðist helga meðalið og þá skiptir engu hvaða aðferðum er beitt. Við félagarnir höfum verið stoltir af þessu litla fyrirtæki, vörurnar eru í hæsta gæðaflokki, viðskiptavinirnir eru ánægðir og fjöldi fólks hefur tekið þátt í uppbyggingu fyrirtækisins sem nú er ráðist gegn. Haft hefur verið samband við fyrirtæki og verslanir með hreinum og klárum hótunum um að þessir aðilar hafi verra af ef viðskiptunum er haldið áfram. Allt er þetta gert til að koma í veg fyrir að vörur frá X- mist séu til sölu. Svo langt hefur þetta framferði gengið að haft hefur verið samband við eigendur samstarfsfyrirtækis í Bretlandi og ég sakaður um að vera nauðgari og barnaníðingur! Svo það sé tekið fram hef ég aldrei verið svo mikið sem ákærður hvað þá sakfelldur fyrir ofbeldisbrot af nokkru tagi. Þessi hópur og fólkt tengt honum ann sér ekki hvíldar fyrr en hann er orðinn fullviss um að fyrirætlanir á nýjum starfsvettvangi utan sviðsljóssins séu einnig orðnar að engu, allt í nafni réttlætis. Undir þessum kringumstæðum er ekki annað hægt en að velta fyrir sér raunverulegum tilgangi þeirra sem ganga hvað harðast fram. Sumir hafa til að mynda haft fjárhagslega hagsmuni af því að kalla fram bitastæðar frásagnir, allt í nafni málstaðarins væntanlega. Að lokum um baráttuna Eins og áður sagði er ég mistækur en ég get staðið við allt sem ég hef sagt og gert gegnum tíðina. Því miður get ég ekki orða bundist þegar óviðeigandi hegðun, dónaskap eða skeytingarleysi er skeytt saman við jafn vondan hlut og kynferðisofbeldi, nauðganir og barnaníð. Kannski þarf ég að sætta mig við að vera hluti af hópi sem hent er undir lestina og þó logið sé upp á einn og einn þá sé baráttan mikilvægari. Ég get þó ekki samþykkt það þegar um svona alvarlegar ásakanir er að ræða. Ég er á móti hverskyns ofbeldi og finn til með þeim sem hafa orðið fyrir nauðgunum og kynferðisofbeldi. Eðlilegt er að berjast gegn ofbeldi og kynferðisbrotum og bæta kerfið okkar þannig að það hlúi sem best að þolendum. Ég vona að hófstillt fólk taki yfir þessa baráttu og skilji að það að saka fólk um eitthvað sem að það hefur ekki gert mun ekki hjálpa málstaðnum. Þegar baráttan er rekin af fólki sem nýtir það til að fá athygli eða fólki sem vill sjá blóð vinnst ekki neitt. Hverjar eru annars lausnirnar sem verið er að boða? Virðingarfyllst, Ingólfur Þórarinsson. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Samfélagsmiðlar Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Kæru vinir! Undanfarna mánuði hef ég verið borinn þungum sökum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum og setið undir ósannindum af ýmsu tagi. Ég hef til að mynda verið kallaður ofbeldismaður, nauðgari og barnaníðingur þó það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er sárt að vera borinn slíkum sökum og geta í raun ekki varist þeim þar sem sannleikurinn virðist engu máli skipta. Þar að auki hefur verið ráðist af mikilli hörku á fyrirtæki sem ég starfa fyrir, X-Mist, og flesta þá sem hafa bókað mig til að syngja við sína viðburði. Skaðinn sem mér hefur verið unnin er óafturkræfur en ég get ekki lengur setið hjá og horft á annað saklaust fólk þjást fyrir þessa aðför að mér. Ég hef því ákveðið að láta af störfum mínum fyrir X-Mist. Fyrirtækið var byggt upp af heilindum og hugsjón aðila sem t.d. sáu það sem öflugt verkfæri í baráttunni gegn Covid 19 ásamt því að varan hefur hjálpað fólki við að leysa margvísleg vandamál. Ég óska fólkinu sem starfar fyrir fyrirtækið góðs gengis án þess utanaðkomandi áreitis sem þau hafa orðið fyrir vegna þess eins að vera kollegar mínir. Ég er svo sannarlega breyskur maður og hef gert mín mistök á löngum ferli eflaust sýnt af mér dónaskap og ekki komið nægjanlega vel fram við alla en ofbeldismaður og þaðan af verra er ég ekki. Þess vegna finnst mér mikilvægt að segja alla söguna. Sagan mín Mál mitt byrjar þannig að ég fæ símtal frá blaðamanni Mannlífs og er ég spurður hvort ég vilji láta hafa eitthvað eftir mér varðandi ummæli aðila sem að ég átti að hafa nauðgað fyrir 15 árum. Stuttu áður hafði góð vinkona mín sagt mér að ,,ég væri næstur og það væri verið að skipuleggja að taka mig fyrir næst‘‘. Ég kem eðlilega af fjöllum enda gæti ég ekki gert svo svívirðilegan hlut að nauðga þó byssu væri miðað að höfðinu á mér. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að á ferðinni er kona sem ég fór á nokkur stefnumót með fyrir 15 árum síðan. Stuttu áður hafði hún sagt að erfitt væri að setja sig í spor einhvers sem hefði verið nauðgað þar sem hún hefði ekki lent í slíku. Sannkallaður áróðursher fer í kjölfarið af stað síðasta sumar og kallar eftir sögum um mig. Þar virðist sannleikurinn engu skipta og ekki er leitað eftir heimildum eða staðfestingum á sannleiksgildi sagnanna. Í því sambandi má benda á að kona nokkur hefur viðurkennt að hafa sent inn nokkrar sögur sem voru uppspuni frá rótum, til þess eins að sjá hvort þær fengjust birtar. Þær voru allar birtar. Nafnlaust. Ég styð heilshugar baráttu gegn kynferðisbrotum og ofbeldi en aðförin að mér, minni persónu og atvinnu, tel ég ekki framlag í þeirri baráttu. Áróðursherinn hefur fengið mikið pláss í fjölmiðlum og í kommentakerfum viðhöfðu ýmsir aðilar, sem ég þekki ekki og hef aldrei hitt, hræðileg ummæli um mig. Ég læt nú reyna á það gagnvart löggjafanum hvort saka megi menn opinberlega um nauðganir og barnaníð. Það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi en er um leið það kostnaðarsamt að það er nánast ómögulegt að verja sig með þessum hætti. Árásir gegn mér hafa verið margvíslegar og meðal annars hefur Instagram reikningur minn verið eyðilagður og aðilar villt á sér heimildir inni á miðlinum Snapchat undir notendanöfnunum ingo_vedurgud, ivedurgud og mögulega fleirum sem ég veit ekki af. Þannig hafa óprúttnir aðilar sent skilaboð í mínu nafni. Hópur kvenna, sem ég þekki ekki neitt, ákvað að mótmæla því að ég syngi á þjóðhátið í Vestmannaeyjum og fengu sínu framgengt. Að auki var því svo slegið upp í fréttum að ég væri einhverra hluta vegna ekki bókaður að syngja fyrir ákveðna hópa en á sama tíma á ég í mínum bókum um 50 skipti þar sem ég hef komið fram fyrir slíka hópa undanfarin ár. Áhrifin á fjölskyldu og vini Allir sem þekkja mig og mitt fólk vita að ég er ekki ofbeldismaður. Ég hef alltaf staðið með þeim sem hafa orðið fyrir einelti og ofbeldi og getur fólk frá skólaárum mínum vottað fyrir það. Nú hef ég setið undir margvislegum ósannindum þar sem öllu er grautað saman og ég hef enga leið haft til þess að verja mig. Þá hafa þeir sem standa mér næst, fjölskylda og vinir, fengið að finna fyrir aðförinni gegn mér. Auk þess sem þeim þykir sárt að hlusta á ósannindi um mig hafa þau orðið fyrir grófum árásum sjálf vegna mín, svo grófum að kærasta mín þurfti til að mynda að hætta í vinnu sinni. Þetta er eitthvað sem enginn sér og fólk áttar sig kannski ekki á. Ásakanir sem þessar bitna því oft mest á saklausu fólki sem á það síst skilið. Benda ber á að árásarherinn er ekki fjölmennur. Þvert á móti er hann mjög fámennur en hávær hópur sem fjölmiðlar veita mikið pláss. Margir hafa haft samband við mig persónulega og lýst yfir stuðningi við mig. Oft er þetta fólk sem ég ekki þekki en þorir ekki að stíga fram og tjá sig opinberlega af ótta við hefndaraðgerðir. Ástæða þess er eðlileg, því þeir örfáu sem hafa gert það og sett spurningarmerki við aðferðina sem notuð er hafa heldur betur fengið að heyra það. Því fólki sem hefur lýst yfir stuðningi við mig og jafnvel tekið mínum málstað er ég óendanlega þakklátur. Áhrif á störf mín Í kjölfar alls þessa hefur starf mitt sem tónlistarmaður verið lagt í rúst. Þannig voru í framhaldi nánast öll mín gigg afbókuð, tónlist mín tekin úr spilun og mörg stór verkefni sem búið var að skipuleggja tekin af dagskrá. Ástæðan er ekki sú að viðkomandi aðilar trúi hinum nafnlausu frásögnum, treysti mér ekki til starfsins eða geri athugasemdir við mig, heldur sú að þeir óttast að lenda sjálfir í árásarhernum. Er sá ótti enda á rökum reistur þar sem ráðist hefur verið opinberlega á þá sem ég hef giggað hjá frá því aðförin gegn mér hófst. Auk þess að ráðast á starfsferil minn hefur árásarherinn gert mér ómögulegt að reka fyrirtækið X-mist sem ég rak ásamt góðum vini mínum. Fyrirtækið hefur sætt slíkum árásum að ég sé mér ekki lengur fært að starfa við það enda hefur þessi vinur minn og fjölskylda hans liðið mest fyrir linnulausar árásir. Það er í raun ótrúlegt að upplifa hvað sumt fólk er tilbúið að ganga langt í óhróðri og lygum til þess að ná sínu fram. Tilgangurinn virðist helga meðalið og þá skiptir engu hvaða aðferðum er beitt. Við félagarnir höfum verið stoltir af þessu litla fyrirtæki, vörurnar eru í hæsta gæðaflokki, viðskiptavinirnir eru ánægðir og fjöldi fólks hefur tekið þátt í uppbyggingu fyrirtækisins sem nú er ráðist gegn. Haft hefur verið samband við fyrirtæki og verslanir með hreinum og klárum hótunum um að þessir aðilar hafi verra af ef viðskiptunum er haldið áfram. Allt er þetta gert til að koma í veg fyrir að vörur frá X- mist séu til sölu. Svo langt hefur þetta framferði gengið að haft hefur verið samband við eigendur samstarfsfyrirtækis í Bretlandi og ég sakaður um að vera nauðgari og barnaníðingur! Svo það sé tekið fram hef ég aldrei verið svo mikið sem ákærður hvað þá sakfelldur fyrir ofbeldisbrot af nokkru tagi. Þessi hópur og fólkt tengt honum ann sér ekki hvíldar fyrr en hann er orðinn fullviss um að fyrirætlanir á nýjum starfsvettvangi utan sviðsljóssins séu einnig orðnar að engu, allt í nafni réttlætis. Undir þessum kringumstæðum er ekki annað hægt en að velta fyrir sér raunverulegum tilgangi þeirra sem ganga hvað harðast fram. Sumir hafa til að mynda haft fjárhagslega hagsmuni af því að kalla fram bitastæðar frásagnir, allt í nafni málstaðarins væntanlega. Að lokum um baráttuna Eins og áður sagði er ég mistækur en ég get staðið við allt sem ég hef sagt og gert gegnum tíðina. Því miður get ég ekki orða bundist þegar óviðeigandi hegðun, dónaskap eða skeytingarleysi er skeytt saman við jafn vondan hlut og kynferðisofbeldi, nauðganir og barnaníð. Kannski þarf ég að sætta mig við að vera hluti af hópi sem hent er undir lestina og þó logið sé upp á einn og einn þá sé baráttan mikilvægari. Ég get þó ekki samþykkt það þegar um svona alvarlegar ásakanir er að ræða. Ég er á móti hverskyns ofbeldi og finn til með þeim sem hafa orðið fyrir nauðgunum og kynferðisofbeldi. Eðlilegt er að berjast gegn ofbeldi og kynferðisbrotum og bæta kerfið okkar þannig að það hlúi sem best að þolendum. Ég vona að hófstillt fólk taki yfir þessa baráttu og skilji að það að saka fólk um eitthvað sem að það hefur ekki gert mun ekki hjálpa málstaðnum. Þegar baráttan er rekin af fólki sem nýtir það til að fá athygli eða fólki sem vill sjá blóð vinnst ekki neitt. Hverjar eru annars lausnirnar sem verið er að boða? Virðingarfyllst, Ingólfur Þórarinsson. Höfundur er tónlistarmaður.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun