Innlent

Kafa í allar kvíar vegna gats á netapoka í Ísafjarðardjúpi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fiskeldi Háafells vestur á fjörðum.
Frá fiskeldi Háafells vestur á fjörðum. Háafell

Matvælastofnun barst tilkynning frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli í dag um gat á netapoka einnar sjókvíar Háafells við Skarðshlíð í Ísafjarðardjúpi. Gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit á kví C5 og er bráðabirgðaviðgerð lokið.

Samkvæmt upplýsingum Háafells er gatið um 20 cm rifa á 10 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru 115.255 laxaseiði sem sett voru í kvínna 5. október 2022. Seiðin eru um 500 grömm að þyngd að meðaltali. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt um miðjan janúar sl. og var netapoki þá heill.

Matvælastofnun hefur fyrirskipað köfun í allar kvíar á eldissvæðinu sem um ræðir til að tryggja að ekki séu fleiri göt á öðrum kvíum. Háafell leggur út net á eldissvæðinu í samráði við Fiskistofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×