Fótbolti

Fylltu völlinn af böngsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn reyna að losa leikvanginn svo þær gætu haldið leik áfram.
Leikmenn reyna að losa leikvanginn svo þær gætu haldið leik áfram. ASSOCIATED PRESS

Stuðningsfólk Besiktas sýndi fórnarlömbum jarðskjálftanna í Tyrklandi stuðning sinn með sérstökum hætti í gær.

Besiktas stuðningsmennirnir komu með barnabangsa með sér á leikinn á móti Antalyaspor um helgina.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og eini alvöru hápunkturinn var því óvenjuleg sjón.

Á sama tíma henti stuðningsfólkið böngsunum á sama tíma inn á völlinn en það var tákn um stuðning við öll þau börn sem eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftana.

Stuðningsfólk Besiktas fylgdi því síðan eftir með að kalla eftir afsögn ríkisstjórnarinnar en allur leikvangurinn kallaði eftir því.

Ríkisstjórnin og þá sérstaklega forsetinn Recep Tayyip Erdogan hefur fengið á sig gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við hörmungunum. Meira en fimmtíu þúsund manns létust í honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×