Fjórðungslíkur á sigri Svía í Eurovision Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 15:08 Loreen árið 2012 þegar hún sigraði keppnina í Asebaísjan með yfirburðum. epa Veðbankar eru á einu máli um að Svíar muni bera sigur úr býtum í Eurovision í ár, þrátt fyrir að framlag þeirra hafi ekki enn verið valið. Ísland situr í 33. sæti yfir sigurstranglegustu liðin. Það er enginn aukvisi sem tekur þátt í undankeppninni hjá Svíum. Poppstjarnan og fyrrum sigurvegari keppninnar, Loreen flytur lagið Tattoo í keppninni sem þykir afar sigurstranglegt. Loreen sigraði Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaísjan með laginu Euphoria, sem verður að teljast eitt besta Eurovision lag allra tíma. Keppnina sigraði hún með 372 stigum en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig. Samkvæmt veðbönkum eru fjórðungslíkur taldar á því að Loreen sigri keppnina í ár, sem haldin verður í Liverpool á Englandi 9.-13. maí. Hún tók toppsæti veðbanka af Úkraínu fyrir stuttu en sextán prósent líkur eru taldar á sigri Úkraínumanna, sem unnu keppnina í fyrra. Fyrir þeirra hönd keppir TVORCHI með lagið Heart Of Steel. Í þriðja sæti eru Finnar sem senda kraftmikið teknólag, Cha Cha Cha með Käärijä. Norðmenn eru í fjórða sæti með lagið Queen of Kings með Alessöndru. Eins og áður segir hafa Svíarnir, sem unnið hafa keppnina sex sinnum áður, ekki enn valið sitt framlag. Loreen keppti á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen og fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Myndband af því atvikinu má sjá hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=O4g9sxV_IuI">watch on YouTube</a> Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald. 25. febrúar 2023 22:49 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Það er enginn aukvisi sem tekur þátt í undankeppninni hjá Svíum. Poppstjarnan og fyrrum sigurvegari keppninnar, Loreen flytur lagið Tattoo í keppninni sem þykir afar sigurstranglegt. Loreen sigraði Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaísjan með laginu Euphoria, sem verður að teljast eitt besta Eurovision lag allra tíma. Keppnina sigraði hún með 372 stigum en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig. Samkvæmt veðbönkum eru fjórðungslíkur taldar á því að Loreen sigri keppnina í ár, sem haldin verður í Liverpool á Englandi 9.-13. maí. Hún tók toppsæti veðbanka af Úkraínu fyrir stuttu en sextán prósent líkur eru taldar á sigri Úkraínumanna, sem unnu keppnina í fyrra. Fyrir þeirra hönd keppir TVORCHI með lagið Heart Of Steel. Í þriðja sæti eru Finnar sem senda kraftmikið teknólag, Cha Cha Cha með Käärijä. Norðmenn eru í fjórða sæti með lagið Queen of Kings með Alessöndru. Eins og áður segir hafa Svíarnir, sem unnið hafa keppnina sex sinnum áður, ekki enn valið sitt framlag. Loreen keppti á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen og fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Myndband af því atvikinu má sjá hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=O4g9sxV_IuI">watch on YouTube</a>
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald. 25. febrúar 2023 22:49 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald. 25. febrúar 2023 22:49