Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:49 Loreen þykir afar sigurstrangleg í undankeppni Svía fyrir Eurovision. EPA/MARC MUELLER Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald. Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá. Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá.
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20