Metdagur í gær en tuttugu metrar í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 17:56 Um 2.500 manns voru á svæðinu í gær á stærsta degi vetrarins. Vísir/Tryggvi Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun. „Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
„Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira