„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 21:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31