Ótrúlegt gengi Union Berlín heldur áfram sem og Evrópuævintýri Rómverja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 22:32 Josip Juranovic og félagar eru komnir áfram. Ptrick Goosen/Getty Images Sjö af átta viðureignum í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Bayer Leverkusen hafði betur gegn Monaco, Union Berlín sló út Ajax og Roma lagði Red Bull Salzburg. Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram. Union Berlín, sem er óvænt í toppbaráttunni í Þýskalandi, unnu öruggan 3-1 sigur á Ajax eftir að fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Robin Knoche kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu og Josip Juranovic tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. Mohammed Kudus minnkaði muninn í síðari hálfleik áður en Danilho Doekhi gerði út um leikinn og tryggði Berlínarbúum sæti í 16-liða úrslitum. It's unreal here. Unbelievable. To think how far we've come. How far we can still go. That's it. I'm gonna cry. Eisern! pic.twitter.com/emZBRWxA1o— 1. FC Union Berlin (English) (@fcunion_en) February 23, 2023 Rómverjar töpuðu fyrri leiknum í Austurríki með einu marki gegn engu og mættu nokkuð vængbrotnir inn í leik kvöldsins. Andrea Belotti, sem var að leysa meiddan Tammy Abraham af hólmi, kom Rómverjum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Paulo Dybala bætti öðru markinu við skömmu síðar og þar við sat. Rómverjar héldu út og eru komnir áfram. Comeback complete We re through to the Round of 16 thanks to first half goals from Andrea Belotti and Paulo Dybala! #ASRoma #UEL #RomaSalzburg pic.twitter.com/WUOX3NqIOq— AS Roma English (@ASRomaEN) February 23, 2023 Einum leik er enn ólokið en sem stendur er framlenging í leik Rennes og Shakhtar Donetsk. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47 Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram. Union Berlín, sem er óvænt í toppbaráttunni í Þýskalandi, unnu öruggan 3-1 sigur á Ajax eftir að fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Robin Knoche kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu og Josip Juranovic tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. Mohammed Kudus minnkaði muninn í síðari hálfleik áður en Danilho Doekhi gerði út um leikinn og tryggði Berlínarbúum sæti í 16-liða úrslitum. It's unreal here. Unbelievable. To think how far we've come. How far we can still go. That's it. I'm gonna cry. Eisern! pic.twitter.com/emZBRWxA1o— 1. FC Union Berlin (English) (@fcunion_en) February 23, 2023 Rómverjar töpuðu fyrri leiknum í Austurríki með einu marki gegn engu og mættu nokkuð vængbrotnir inn í leik kvöldsins. Andrea Belotti, sem var að leysa meiddan Tammy Abraham af hólmi, kom Rómverjum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Paulo Dybala bætti öðru markinu við skömmu síðar og þar við sat. Rómverjar héldu út og eru komnir áfram. Comeback complete We re through to the Round of 16 thanks to first half goals from Andrea Belotti and Paulo Dybala! #ASRoma #UEL #RomaSalzburg pic.twitter.com/WUOX3NqIOq— AS Roma English (@ASRomaEN) February 23, 2023 Einum leik er enn ólokið en sem stendur er framlenging í leik Rennes og Shakhtar Donetsk.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47 Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47
Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55