Erlent

R. Kel­ly fær annan þungan fangelsis­­dóm

Samúel Karl Ólason skrifar
R. Kelly, hefur verið dæmdur fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum og önnur brot.
R. Kelly, hefur verið dæmdur fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum og önnur brot. AP/Matt Marton

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt tónlistarmanninn og barnaníðinginn R. Kelly, í tuttugu ára fangelsi fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. 

Kelly, sem heitir fullu nafni Robert Sylvester Kelly, var á síðasta ári dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega.

Alríkisdómari í Chicago, heimabæ Kellys, stóð frammi fyrir því að ákveða hvort hann ætti að verða við beiðni saksóknara um að Kelly ætti að fyrst að afplána þrjátíu ára fangelsisdóm sem hann hlaut í New York í fyrra.

Sjá einnig: R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi

Dómarinn í málinu dæmdi að Kelly gæti afplánað nýja dóminn að stærsum hluta samhliða þrjátíu ára dómnum sem hann hlaut á síðasta ári. Eins árs fangelsisvist yrði bætt við þegar hann væri búinn að afplána fyrri dóm.  

Saksóknarar í málinu fóru fram á að Kelly yrði dæmdur til 25 ára fangelsisvistar vegna brota sinna og að hann myndi þurfa afplána þann dóm þegar hann væri búinn að afplána fyrri dóm.

Kelly, sem er 56 ára gamall, ólst upp við mikla fátækt í Chicago en varð ein af stærstu tónlistarstjörnum heims en hans þekktasta lag er líklega „I Believe I Can Fly“. 

Hann seldi milljónir platna í gegnum árin og það jafnvel eftir að hann var fyrst sakaður um kynferðisofbeldi gegn börnum á tíunda áratug síðustu aldar.

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega.

R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi

Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt.

YouTu­be fjar­lægir rásir R Kel­ly

YouTube hefur fjarlægt opinberar rásir tónlistarmannsins R Kelly af síðunni. Rásirnar RKellyTV er RKellyVevo hafa báðar verið fjarlægðar og þá hefur R Kelly verið meinað að stofna nýjar rásir eða eiga rásir á síðunni.

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×