Innlent

Tvö and­lát í sund­laugum höfuð­borgar­svæðisins á fjórum dögum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kona á níræðisaldri lést í sundlaug Kópavogs á föstudaginn. 
Kona á níræðisaldri lést í sundlaug Kópavogs á föstudaginn.  Kópavogur.is

Konan sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í gærmorgun er látin. Annað dauðsfall varð í sundlaug Kópavogs á föstudag þegar kona á níræðisaldri lést. 

RÚV greinir frá þessu. 

Í gær var sagt frá því að kona hafi fundist meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Hún var flutt á slysadeild en var þar úrskurðuð látin. RÚV greinir frá því að konan hafi verið tæplega fimmtug. 

Konan sem lést í sundlaug Kópavogs var á níræðisaldri en um er að ræða þriðja dauðsfallið á þremur mánuðum. Í desember á síðasta ári lést hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri í Breiðholtslaug. Öll eru andlátin til rannsóknar hjá lögreglu að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri deild lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×