Innlent

Hefur fulla trú á að samningar náist

Árni Sæberg skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ.
Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ. Stöð 2/Arnar

Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum.

„Þetta auðvitað leggst ekki vel í mann, að deilan sé komin á þennan stað. Hún er búin að vera í miklum hnút og nú eru atvinnurekendur að grípa til aðgerða sem munu hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann ræddi stöðuna í kjaraviðræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem ítarlega var farið yfir atburði dagsins.

Hann telur að útspil Samtaka atvinnulífsins sé ekki til þess fallið að auðvelda deiluna og að betra hefði verið að samningsaðilar reyndu að leysa ágreining sinn við samningsborðið.

Samkomulag krefjist ríks samningsvilja

Kristján Þórður segir að hann hafi fulla trú á því að Efling og SA muni á endanum ná saman en að til þess þurfi að vera ríkur samningsvilji beggja vegna borðsins.

„Aðilar notuðu helgina og síðusta daga síðustu viku til að reyna að leita allra leiða til að ná samningum. Það tókst því miður ekki en ég hef fulla trú á að þetta sé mögulegt,“ segir hann.

Heldur þú að þetta sé farið að snúast of mikið um persónur?

Ég held að Samtök atvinnulífsins þurfi að gefa sér meiri tíma og kraft í að setjast niður og finna leiðir með Eflingu, til að leiða þetta til lykta og ná kjarasamningi. Ég held að fókusinn þurfi svolítið að fara þangað í stað þess að búa til enn meiri deilur,“ segir Kristján Þórður að lokum.


Tengdar fréttir

Telur að fé­lags­menn sam­þykki verk­bann

Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt.

Verk­falls­boðanir sam­þykktar

Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×