Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:01 Kjaradeila SA og Eflingar er í algjörum hnút. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lítur nú í áttina til stjórnvalda. Vísir Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór.
„Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira