Sex ákærðir eftir að átján flóttamenn fundust látnir í sendiferðabíl Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 08:23 Aðstæður í kassa sendiferðabílsins voru hræðilegar. Stringer/Getty Saksóknari í Búlgaríu hefur ákært sex manns fyrir mansal eftir að átján afganskir flóttamenn fundust látnir aftan í sendiferðabíl í nágrenni við Sófíu. 52 flóttamönnum hafði verið troðið í sendiferðabílinn „eins og í sardínudós,“ að sögn saksóknara. Sendiferðabíllinn var skilinn eftir á vegslóða við þorpið Lokorsko, sem er nálægt höfuðborginni Sófíu, á föstudag eftir að ökumaður bílsins og samverkamaður hans tóku eftir því að margir þeirra sem þeir fluttu voru orðnir ringlaðir af súrefnisleysi og sumir þegar látnir, að því er segir í frétt Reuters um málið. Að sögn Borislav Sarafov, yfirmanni rannsóknarlögreglu Búlgaríu og aðstoðarríkissaksóknara, neitaði ökumaður bílsins að stöðva för sína þrátt fyrir að hafa heyrt langvarandi og öflug högg á kassa bílsins. Málið hefur vakið mikinn ugg í Búlgaríu og víðar en það er eitt það versta sinnar tegundar á landleiðinni yfir Balkanskaga til meginlands Evrópu. Létust hægt og á kvalafullan hátt Sarafov segir að fórnarlömb mannanna hafi látist hægt og á kvalafullan hátt aftan í sendiferðabílnum. „Þetta mál bendir til gríðarlegrar ósvífni og sýnir fram á það að litið er á flóttafólk aðeins sem vöru til að flytja frá einum stað á annan, burtséð frá því hvort það sé lífs eða liðið,“ er haft eftir honum. Hinir flóttamennirnir sem fundust í sendiferðabílnum, 32 talsins, eru sagðir í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Einnig ákærðir fyrir morð Bílstjórinn og sá sem sat í farþegasæti sendiferðabílsins eru ákærðir fyrir morð sem og fyrir mansal. Fjórir samverkamenn þeirra eru ákærðir aðeins fyrir mansal. Þrír þeirra eru í haldi lögreglu og evrópsk handtökutilskipun hefur verið gefin út til höfuðs eins þeirra. Flóttamenn Búlgaría Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
Sendiferðabíllinn var skilinn eftir á vegslóða við þorpið Lokorsko, sem er nálægt höfuðborginni Sófíu, á föstudag eftir að ökumaður bílsins og samverkamaður hans tóku eftir því að margir þeirra sem þeir fluttu voru orðnir ringlaðir af súrefnisleysi og sumir þegar látnir, að því er segir í frétt Reuters um málið. Að sögn Borislav Sarafov, yfirmanni rannsóknarlögreglu Búlgaríu og aðstoðarríkissaksóknara, neitaði ökumaður bílsins að stöðva för sína þrátt fyrir að hafa heyrt langvarandi og öflug högg á kassa bílsins. Málið hefur vakið mikinn ugg í Búlgaríu og víðar en það er eitt það versta sinnar tegundar á landleiðinni yfir Balkanskaga til meginlands Evrópu. Létust hægt og á kvalafullan hátt Sarafov segir að fórnarlömb mannanna hafi látist hægt og á kvalafullan hátt aftan í sendiferðabílnum. „Þetta mál bendir til gríðarlegrar ósvífni og sýnir fram á það að litið er á flóttafólk aðeins sem vöru til að flytja frá einum stað á annan, burtséð frá því hvort það sé lífs eða liðið,“ er haft eftir honum. Hinir flóttamennirnir sem fundust í sendiferðabílnum, 32 talsins, eru sagðir í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Einnig ákærðir fyrir morð Bílstjórinn og sá sem sat í farþegasæti sendiferðabílsins eru ákærðir fyrir morð sem og fyrir mansal. Fjórir samverkamenn þeirra eru ákærðir aðeins fyrir mansal. Þrír þeirra eru í haldi lögreglu og evrópsk handtökutilskipun hefur verið gefin út til höfuðs eins þeirra.
Flóttamenn Búlgaría Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira