Conte snýr ekki aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð fullum bata Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 18:02 Antonio Conte mun ekki stýra Tottenham í næstu leikjum. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag. Hann verður frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð úr honum. Þessi 53 ára gamli Ítali gekkst undir aðgerðina fyrir tveimur vikum síðan og var ekki með liðinu er Tottenham vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City þann 5. febrúar síðastliðinn. Hann var þó mættur aftur á hliðarlínuna í 4-1 tapi gegn Leicester sex dögum síðar og stýrði liðinu einnig í 1-0 tapi gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Í færslu á Instagram-síðu sinni í dag sagði þjálfarinn hins vegar frá því að hann hafi vanmetið aðgerðina og að hann þurfi nú að taka sér lengra frí. „Því miður vanmat ég þessa aðgerð, sem var engin venjuleg aðgerð, heldur skyndilegt og alvarlegt neyðartilvik,“ segir Conte í færslunni. „Líkami minn hefur nú þurft að gjalda fyrir óþolinmæðina í mér og nú neyðist ég til að taka mér frí þar til ég hef náð fullum bata. Þeir sem þekkja mig vita hversu erfitt það er fyrir mig, en það er nauðsynlegt.“ Tottenham hefur ekki sagt til um hvenær þjálfarinn snýr til baka, en félagið mætir West Ham næstkomandi sunnudag, Chelsea viku síðar og Sheffield United í FA-bikarnum þann 1. mars. Aðstöðarþjálfarinn Cristian Stellini stýrir liðinu í fjarveru Conte. Following a routine post-operation check in Italy yesterday, Antonio Conte will remain at his family home to recover from his recent surgery. Health is the most important consideration and everyone at the Club wishes him well. Cristian Stellini will assume First Team duties. pic.twitter.com/k9L4ZcpGhv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
Þessi 53 ára gamli Ítali gekkst undir aðgerðina fyrir tveimur vikum síðan og var ekki með liðinu er Tottenham vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City þann 5. febrúar síðastliðinn. Hann var þó mættur aftur á hliðarlínuna í 4-1 tapi gegn Leicester sex dögum síðar og stýrði liðinu einnig í 1-0 tapi gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Í færslu á Instagram-síðu sinni í dag sagði þjálfarinn hins vegar frá því að hann hafi vanmetið aðgerðina og að hann þurfi nú að taka sér lengra frí. „Því miður vanmat ég þessa aðgerð, sem var engin venjuleg aðgerð, heldur skyndilegt og alvarlegt neyðartilvik,“ segir Conte í færslunni. „Líkami minn hefur nú þurft að gjalda fyrir óþolinmæðina í mér og nú neyðist ég til að taka mér frí þar til ég hef náð fullum bata. Þeir sem þekkja mig vita hversu erfitt það er fyrir mig, en það er nauðsynlegt.“ Tottenham hefur ekki sagt til um hvenær þjálfarinn snýr til baka, en félagið mætir West Ham næstkomandi sunnudag, Chelsea viku síðar og Sheffield United í FA-bikarnum þann 1. mars. Aðstöðarþjálfarinn Cristian Stellini stýrir liðinu í fjarveru Conte. Following a routine post-operation check in Italy yesterday, Antonio Conte will remain at his family home to recover from his recent surgery. Health is the most important consideration and everyone at the Club wishes him well. Cristian Stellini will assume First Team duties. pic.twitter.com/k9L4ZcpGhv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira