Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 16. febrúar 2023 12:58 Jóhannes Þór segir stjórnvöld ekki geta setið lengi á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent