Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 16. febrúar 2023 12:58 Jóhannes Þór segir stjórnvöld ekki geta setið lengi á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira