Cloé kölluð inn í kanadíska landsliðið en landsliðskonurnar hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 09:31 Cloe Lacasse fagnar marki með Benfica í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Hin íslensk-kanadíska Cloé Eyja Lacasse er í landsliðshópi Kanada á SheBelieves æfingamótinu. Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira