Þorsteinn: Á von á að gera töluvert margar breytingar fyrir næsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 23:30 Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigur Íslands á Skotlandi í dag en liðin mættust á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni. Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira
Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira