Innlent

Laga­breyting leyfir raf­hlaupa­hjól á götum þar sem há­marks­hraði er 30 km/klst

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rafhlaupahjól verða leyfileg í húsagötum taki breytingarnar gildi.
Rafhlaupahjól verða leyfileg í húsagötum taki breytingarnar gildi. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mælti á dögunum fyrir frumvarpi til breytinga á umferðarlögum þar sem meðal annars eru gerðar breytingar á reglum um rafhlaupahjól.

Vinsældir slíkra farartækja hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum og ef breytingarnar ná fram að ganga verður nú miðað við að slík farartæki megi ekki aka hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Hjól sem fara hraðar en það yrðu því bönnuð í umferðinnni.

Þá verður ökumönnum rafhlaupahjóla heimilað að aka á vegum þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 kílómetrar á klukkustund. Einnig verða settar reglur um áfengismagn í blóði ökumanna slíkra tækja auk þess sem aldurstakmörk verða sett.

Börnum yngri en þrettán ára verður bannað að vera á rafhlaupahjólum og börnum yngri en sextán ára gert skylt að nota hjálm.


Tengdar fréttir

Mikið um rafs­kútu­slys í nótt

Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×