Mikið um rafskútuslys í nótt Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 07:45 Ekkert liggur fyrir um hvort rafskúturnar sem ollu fólki ama í nótt hafa verið teknar á leigu eða í einkaeigu. Vísir/Vilhelm Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist. Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja. Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira