„Ég verð sáttur ef þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 21:01 Mikel Arteta var eðlilega ósáttur með dómgæsluna í leik Arsenal og Brentford. Clive Mason/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann verði ekki sáttur nema enska úrvalsdeildin gefi liðinu tvö stig til baka eftir að mistök í VAR-herberginu urðu til þess að Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Brentford um liðna helgi. Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“ Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira