Hafa hægt á afgreiðslu umsókna frá Venesúela vegna rannsóknarskyldu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 18:59 Íris Kristinsdóttir er sviðsstjóri verndarsviðs hjá Útlendingastofnun. Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. Fréttastofa greindi frá því í gær að ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsi ferðir til Íslands og gerir beinlínis út á sterkt velferðarkerfi. Haft er eftir dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu að honum finnist framferðið ömurlegt. Ísland bjóði upp á meiri vernd en aðrar Evrópuþjóðir og það virki sem segull. Sjö milljónir Venesúelabúa eru nú á flótta vegna mannréttindakrísu í landinu. Kærunefnd útlendingamála kvað upp úr um það í júlí í fyrra að veita ríkisborgurum frá Venesúela áfram viðbótarvernd vegna ástandsins heima fyrir. Íris Kristinsdóttir er sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar. „Við erum vissulega bundin af fordæmum nefndarinnar og höfum því ekki verið að synja neinum um alþjóðlega vernd síðan úrskurðurinn féll síðasta sumar en við höfum líka alveg verið að halda áfram með málavinnsluna í þessum málum. Við erum til dæmis að veita fylgdarlausum börnum vernd og við erum líka að synja einstaklingum sem eru kannski með dvalarleyfi í öruggu þriðja ríki.“ Málavinnsla og ákvarðanataka sé í gangi en stofnunin hefur þó hægt á vinnslunni. „Við erum kannski ekki að afgreiða jafn hratt og við gerðum áður og það er fyrst og fremst vegna þess að við erum að skoða og rannsaka aðstæður í Venesúela vegna þess að það er alveg eitthvað sem hefur verið að breytast núna undanfarna mánuði og við þurfum að sinna okkar rannsóknarskyldu til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun hverju sinni.“ En líkt og greint var frá fyrr í þessari frétt hafði Morgunblaðið eftir dómsmálaráðherra að Ísland veitti meiri vernd en aðrar Evrópuþjóðir. Íris segir að erfitt sé að fullyrða þar um því hún hafi ekki forsendurnar til þess að meta það. „Sú niðurstaða sem fólk getur fengið er í rauninni alþjóðleg vernd og svo þessi viðbótarvernd sem hefur verið beitt hérna á Íslandi og svo mannúðarleyfi. Það hefur verið breytilegt milli landa hvernig niðurstaðan hefur verið. Við getum tekið dæmi um Spán sem eru aðallega að veita mannúðarleyfi. Svo eru önnur lönd sem eru bæði að veita viðbótarvernd, mannúðarleyfi eða synjun. Það er allur gangur svolítið á niðurstöðunum hjá löndunum í kringum okkur.“ Hún segir að hlutfallslega fleiri leiti til Íslands en hinna Norðurlandanna. „Maður getur séð það á heimasíðum okkar systurstofnana en hver ástæðan er fyrir því er erfitt að segja til um. Þær geta verið margvíslegar en svo er það nú líka þannig að þegar fólk kemur til ákveðinna landa og fær vernd að þá er ekki óeðlilegt að fólk heyri í vinum og vandamönnum og útskýri að hér sé kannski gott að koma. Það eru alls konar hlutir sem geta komið til skoðunar.“ Auglýsingar eins og hjá ferðaskrifstofunni sé þekktur fylgifiskur í flóttamannamálum. „Það er í rauninni alltaf áhætta sem fylgir því að fara á flótta og það er ekkert öðruvísi með þennan hóp en annan. Það eru alltaf einhverjir sem reyna að hagnýta sér fólk í viðkvæmri stöðu og það er okkar að fylgjast með því og lögreglunnar líka.“ Venesúela Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46 Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30 „Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsi ferðir til Íslands og gerir beinlínis út á sterkt velferðarkerfi. Haft er eftir dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu að honum finnist framferðið ömurlegt. Ísland bjóði upp á meiri vernd en aðrar Evrópuþjóðir og það virki sem segull. Sjö milljónir Venesúelabúa eru nú á flótta vegna mannréttindakrísu í landinu. Kærunefnd útlendingamála kvað upp úr um það í júlí í fyrra að veita ríkisborgurum frá Venesúela áfram viðbótarvernd vegna ástandsins heima fyrir. Íris Kristinsdóttir er sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar. „Við erum vissulega bundin af fordæmum nefndarinnar og höfum því ekki verið að synja neinum um alþjóðlega vernd síðan úrskurðurinn féll síðasta sumar en við höfum líka alveg verið að halda áfram með málavinnsluna í þessum málum. Við erum til dæmis að veita fylgdarlausum börnum vernd og við erum líka að synja einstaklingum sem eru kannski með dvalarleyfi í öruggu þriðja ríki.“ Málavinnsla og ákvarðanataka sé í gangi en stofnunin hefur þó hægt á vinnslunni. „Við erum kannski ekki að afgreiða jafn hratt og við gerðum áður og það er fyrst og fremst vegna þess að við erum að skoða og rannsaka aðstæður í Venesúela vegna þess að það er alveg eitthvað sem hefur verið að breytast núna undanfarna mánuði og við þurfum að sinna okkar rannsóknarskyldu til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun hverju sinni.“ En líkt og greint var frá fyrr í þessari frétt hafði Morgunblaðið eftir dómsmálaráðherra að Ísland veitti meiri vernd en aðrar Evrópuþjóðir. Íris segir að erfitt sé að fullyrða þar um því hún hafi ekki forsendurnar til þess að meta það. „Sú niðurstaða sem fólk getur fengið er í rauninni alþjóðleg vernd og svo þessi viðbótarvernd sem hefur verið beitt hérna á Íslandi og svo mannúðarleyfi. Það hefur verið breytilegt milli landa hvernig niðurstaðan hefur verið. Við getum tekið dæmi um Spán sem eru aðallega að veita mannúðarleyfi. Svo eru önnur lönd sem eru bæði að veita viðbótarvernd, mannúðarleyfi eða synjun. Það er allur gangur svolítið á niðurstöðunum hjá löndunum í kringum okkur.“ Hún segir að hlutfallslega fleiri leiti til Íslands en hinna Norðurlandanna. „Maður getur séð það á heimasíðum okkar systurstofnana en hver ástæðan er fyrir því er erfitt að segja til um. Þær geta verið margvíslegar en svo er það nú líka þannig að þegar fólk kemur til ákveðinna landa og fær vernd að þá er ekki óeðlilegt að fólk heyri í vinum og vandamönnum og útskýri að hér sé kannski gott að koma. Það eru alls konar hlutir sem geta komið til skoðunar.“ Auglýsingar eins og hjá ferðaskrifstofunni sé þekktur fylgifiskur í flóttamannamálum. „Það er í rauninni alltaf áhætta sem fylgir því að fara á flótta og það er ekkert öðruvísi með þennan hóp en annan. Það eru alltaf einhverjir sem reyna að hagnýta sér fólk í viðkvæmri stöðu og það er okkar að fylgjast með því og lögreglunnar líka.“
Venesúela Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46 Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30 „Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46
Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30
„Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33