Efling boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega 1700 manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2023 12:38 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fundaði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á föstudag. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum í gær 12. febrúar þrjár verkfallsboðanir. Þær ná til starfsfólks á hótelum, öryggisfyrirtækjum og ræstingarfyrirtækja. Frá þessu er greint í tilkynningu. Verkfall á öllum gistiheimilum og hótelum á félagssvæði Eflingar. Þar undir falla hótelkeðjurnar Centerhotels og Keahótels, auk fjölda annarra hótela og gistihúsa. Áætlaður fjöldi er um sex hundrað manns. Með þessari vinnustöðvun yrðu öll störf undir kjarasamningum Eflingar á hótelum komin í verkfall. Verkfall hjá öryggisvörslufyrirtækjum. Undir boðunina falla fyrirtækin Securitas og Öryggismiðstöð Íslands, auk smærri fyrirtækja. Um er að ræða um fjögur hundruð manns. Verkfall hjá ræstingafyrirtækjum. Undir boðunina falla stærstu þrifafyrirtæki landsins á borð við Sólar og Daga auk minni fyrirtækja. Áætlaður fjöldi á kjörskrá er um 650 manns. Fyrri þrjár verkfallsboðanir félagsins voru samþykktar með afgerandi meirihluta og góðri kjörsókn. Atkvæðagreiðslur hefjast klukkan 12 á hádegi á fimmtudag og lýkur klukkan 18 á mánudag eftir viku. Löng bið var eftir bensíni hjá Costco í Kauptúni í hádeginu. Verkfall olíubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hefst á miðvikudag.Vísir/Vilhelm „Við höfum séð með skýrum hætti í verkfallsatkvæðagreiðslum síðustu vikna að ómissandi verkafólk í öllum geirum vinnumarkaðarins á Höfuðborgarsvæðinu stendur sameinað. Krafa okkar er um sanngjarnan kjarasamning þar sem tekið er tillit til aðstæðna og samsetningar félagsmannahópsins. Ég hvet til þess að gengið verði til samninga við okkur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sjö hundruð í verkfalli og fjölgar á miðvikudag Verkfall tæplega sjö hundruð félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst í síðustu viku. Á miðvikudag hefst svo verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á öðrum hótelum auk bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögum og Samskipum. Landsréttur hefur á borði sínu kæru Eflingar á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur á dögunum sem sagði miðlunartillögu ríkissáttasemjara löglega. Eflingu bæri að afhenda kjörskrá sína til að sáttasemjari gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal allra félagsmanna Eflingar um miðlunartillöguna. Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir en Efling og sáttasemjari höfðu fallist á að skila gögnum í hraði fyrir helgi til að flýta fyrir meðferð málsins við réttinn. Fréttin er í vinnslu. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. 13. febrúar 2023 09:46 Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. 13. febrúar 2023 11:28 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu. Verkfall á öllum gistiheimilum og hótelum á félagssvæði Eflingar. Þar undir falla hótelkeðjurnar Centerhotels og Keahótels, auk fjölda annarra hótela og gistihúsa. Áætlaður fjöldi er um sex hundrað manns. Með þessari vinnustöðvun yrðu öll störf undir kjarasamningum Eflingar á hótelum komin í verkfall. Verkfall hjá öryggisvörslufyrirtækjum. Undir boðunina falla fyrirtækin Securitas og Öryggismiðstöð Íslands, auk smærri fyrirtækja. Um er að ræða um fjögur hundruð manns. Verkfall hjá ræstingafyrirtækjum. Undir boðunina falla stærstu þrifafyrirtæki landsins á borð við Sólar og Daga auk minni fyrirtækja. Áætlaður fjöldi á kjörskrá er um 650 manns. Fyrri þrjár verkfallsboðanir félagsins voru samþykktar með afgerandi meirihluta og góðri kjörsókn. Atkvæðagreiðslur hefjast klukkan 12 á hádegi á fimmtudag og lýkur klukkan 18 á mánudag eftir viku. Löng bið var eftir bensíni hjá Costco í Kauptúni í hádeginu. Verkfall olíubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hefst á miðvikudag.Vísir/Vilhelm „Við höfum séð með skýrum hætti í verkfallsatkvæðagreiðslum síðustu vikna að ómissandi verkafólk í öllum geirum vinnumarkaðarins á Höfuðborgarsvæðinu stendur sameinað. Krafa okkar er um sanngjarnan kjarasamning þar sem tekið er tillit til aðstæðna og samsetningar félagsmannahópsins. Ég hvet til þess að gengið verði til samninga við okkur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sjö hundruð í verkfalli og fjölgar á miðvikudag Verkfall tæplega sjö hundruð félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst í síðustu viku. Á miðvikudag hefst svo verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á öðrum hótelum auk bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögum og Samskipum. Landsréttur hefur á borði sínu kæru Eflingar á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur á dögunum sem sagði miðlunartillögu ríkissáttasemjara löglega. Eflingu bæri að afhenda kjörskrá sína til að sáttasemjari gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal allra félagsmanna Eflingar um miðlunartillöguna. Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir en Efling og sáttasemjari höfðu fallist á að skila gögnum í hraði fyrir helgi til að flýta fyrir meðferð málsins við réttinn. Fréttin er í vinnslu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. 13. febrúar 2023 09:46 Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. 13. febrúar 2023 11:28 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. 13. febrúar 2023 09:46
Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. 13. febrúar 2023 11:28