Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2023 09:46 Frá aðgerðum verkfallsvarða Eflingar á Fosshóteli Reykjavík í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. Verkfall starfsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela hófst á þriðjudaginn í síðustu viku..Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Harðar ásakanir gengu manna í millum í síðustu viku þar sem formaður Eflingar sakaði lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum að stunda verkfallsbrot. Forsvarsmenn Íslandshótela sögðu að um tilhæfulausar ásakanir væru að ræða og að gestir væru áreittir af forystufólki Eflingar. Þá hefur lögregla mætt á sum hótelin og haft afskipti af ósáttum félagsmönnum Eflingar. Samkomulagið nú felur meðal annars í sér að hóparnir séu ekki með gjallarhorn eða dreifimiða og muni ekki ónáða gesti. Öryggisverðir munu ekki fylgja hópum verkfallsvarða. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samkomulagið séu á þessa leið: Tveir tveggja manna hópar verkfallsvarða heimsækja stærri hótel Íslandshótela í hverri heimsókn (Grand Hótel og Fosshótel Reykjavík). Hóparnir fara hvor í sínu lagi um húsnæði viðkomandi hótels. Einn tveggja manna hópur heimsækir smærri hótelin í hverri heimsókn (Centrum, Saga, Barón, Lind, Rauðará). Hóparnir eru ekki með gjallarhorn eða dreifimiða, og ónáða ekki gesti. Aðgengi hópa að vinnurýmum hótelsins, þ.m.t. þvottahúsum, verður ekki hamlað. Ekki verður farið inn í eldhús (vegna heilbrigðisreglna) en dyr inn í eldhús verða opnaðar til að hægt sé að sjá inn. Hópar gefa sig fram í móttöku hótels þegar þeir koma á vettvang en það á ekki að tefja upphaf verkfallsvörslu eftir að þeir koma á vettvang. Ekki er gerð athugasemd við að einn starfsmaður hótelsins fylgi hópnum en öryggisverðir fylgja ekki hópunum. Fram kemur að samkomulagið hafi náðst milli Eflingar og Íslandshótela í gegnum tölvupóst í gær og var afrit af öllum samskiptunum á netfang lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28 Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Verkfall starfsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela hófst á þriðjudaginn í síðustu viku..Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Harðar ásakanir gengu manna í millum í síðustu viku þar sem formaður Eflingar sakaði lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum að stunda verkfallsbrot. Forsvarsmenn Íslandshótela sögðu að um tilhæfulausar ásakanir væru að ræða og að gestir væru áreittir af forystufólki Eflingar. Þá hefur lögregla mætt á sum hótelin og haft afskipti af ósáttum félagsmönnum Eflingar. Samkomulagið nú felur meðal annars í sér að hóparnir séu ekki með gjallarhorn eða dreifimiða og muni ekki ónáða gesti. Öryggisverðir munu ekki fylgja hópum verkfallsvarða. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samkomulagið séu á þessa leið: Tveir tveggja manna hópar verkfallsvarða heimsækja stærri hótel Íslandshótela í hverri heimsókn (Grand Hótel og Fosshótel Reykjavík). Hóparnir fara hvor í sínu lagi um húsnæði viðkomandi hótels. Einn tveggja manna hópur heimsækir smærri hótelin í hverri heimsókn (Centrum, Saga, Barón, Lind, Rauðará). Hóparnir eru ekki með gjallarhorn eða dreifimiða, og ónáða ekki gesti. Aðgengi hópa að vinnurýmum hótelsins, þ.m.t. þvottahúsum, verður ekki hamlað. Ekki verður farið inn í eldhús (vegna heilbrigðisreglna) en dyr inn í eldhús verða opnaðar til að hægt sé að sjá inn. Hópar gefa sig fram í móttöku hótels þegar þeir koma á vettvang en það á ekki að tefja upphaf verkfallsvörslu eftir að þeir koma á vettvang. Ekki er gerð athugasemd við að einn starfsmaður hótelsins fylgi hópnum en öryggisverðir fylgja ekki hópunum. Fram kemur að samkomulagið hafi náðst milli Eflingar og Íslandshótela í gegnum tölvupóst í gær og var afrit af öllum samskiptunum á netfang lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28 Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28
Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13
Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30