Verkföll olíubílstjóra, starfsmanna Beraya hótela og starfsmanna Edition hótelsins hefjast á miðvikudaginn. Forstjóri Skeljungs telur að bensínstöð fyrirtækisins á Vesturlandsvegi geti ekki boðið upp á bensín degi eða tveimur eftir að verkfall skellur á.

Þess er beðið að Landsréttur komist að niðurstöðu varðandi það hvort Efling beri að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu fara fram meðal allra félagsmanna Eflingar um miðlunartillögu sína. Landsréttardómari hefur til skoðunar hvort miðlunartillaga sáttasemjara standist lög.
Þau svör fengust frá Landsrétti fyrir hádegi að engar upplýsingar væri hægt að veita um tímasetningu á niðurstöðu Landsréttar.

Efling og Íslandshótel hafa deilt um verkfallsvörslu á sjö hótelum þar sem verkfall hófst í síðustu viku. Í morgun var greint frá samkomulagi sem náðst hefur milli aðila sem snýr að því að Efling ónáði ekki gesti hótelana og á móti verði verkfallsvörðum Eflingar ekki fylgt eftir.