Erlent

Stoltenberg lætur af embætti í október

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. AP/Olivier Matthys

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO hyggst láta af embætti í október líkt og stóð til. Fjölmiðlar höfðu undanfarið greint frá því að framlenging á hans samningi væri í kortunum.

Stoltenberg hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra síðastliðin níu ár, eða frá árinu 2014. Áður var hann forsætisráðherra Noregs og formaður norska verkamannaflokksins en hann er hagfræðingur að mennt.

„Tíma Stoltenberg sem framkvæmdastjóra lýkur í október og hefur hann ekki í hyggju að framlengja umboð sitt,“ segir talskona Nato Oana Lungescu við Reuters fréttaveituna.

Þýska blaðið Welt am Sonnentag hafði greint frá því að aðildarríkin hafi viljað að Stoltenberg fengi að stýra aðalfundi NATO í Washington árið 2024 í tilefni 75 ára afmæli bandalagsins. 

Engin ákvörðun hefur verið tekin um arftaka Stoltenbergs en forsætisráðherra Spánar Pedro Sanchez og varnarmálaráðherra Bretlands Ben Wallace eru taldir líklegir til þess að taka við embættinu. 


Tengdar fréttir

Segja Stol­ten­berg verða ár lengur í em­bætti

Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði.

Segja Stol­ten­berg verða ár lengur í em­bætti

Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×