Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. febrúar 2023 13:13 Halldór segir að það eina sem aðilar deilunnar séu að bíða eftir sé úrskurður Landsréttar lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Vísir/Arnar Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Verkföll á Íslandshótelum eru nú í fullum gangi og verkfallsvarsla Eflingar hefur verið áberandi. Stjórnendur íslandshótela hafa ákveðið að einungis tveimur verkfallsvörðum verði hleypt inn í einu sem Efling hefur gagnrýnt harðlega. Í gær kom til átaka milli verkfallsvarða Eflingar og lögreglu. Halldór Benjamín Þorbergsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus. „Það er enginn tilgangur með verkföllum Eflingar sem eru í gangi núna. Það er enginn tilgangur með verkföllunum. Það eru engir samningafundir boðaðir. Ríkissáttasemjari boðaði samningafund í síðustu viku en Efling neitaði að mæta á þann fund. Þetta skiptir algeru höfuðmáli í þessari umræðu. Vegna þess að tilgangur og eðli verkfalla er til þes að knýja samningsaðila sinn til gerðar kjarasamnings en það eru engir fundir í þessari deilu. Það eina sem aðilar eru að bíða eftir Kristján er úrskurður Landsréttar þar sem Efling skaut áfram dómi héraðsdóms til Landsréttar og þegar að sá úrskurður liggur fyrir þá liggur fyrir hver verður framvinda þessarar vinnudeilu.“ Samþykki félagsmenn Eflingar miðlunartillögu ríkissáttasemjara er það ígildi kjarasamnings. „Þá eru bara tveir valmöguleikar sem geta komið upp. Annars vegar að félagsmenn Eflingar samþykki miðlunartillöguna og miðlunartillagan verður þá ígildi kjarasamnings með afturvirkni til 1. nóvember 2022. Sambærilegt og allir aðrir og þá er í raun þessari kjaralotu á íslenskum vinnumarkaði nánast lokið.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Verkföll á Íslandshótelum eru nú í fullum gangi og verkfallsvarsla Eflingar hefur verið áberandi. Stjórnendur íslandshótela hafa ákveðið að einungis tveimur verkfallsvörðum verði hleypt inn í einu sem Efling hefur gagnrýnt harðlega. Í gær kom til átaka milli verkfallsvarða Eflingar og lögreglu. Halldór Benjamín Þorbergsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus. „Það er enginn tilgangur með verkföllum Eflingar sem eru í gangi núna. Það er enginn tilgangur með verkföllunum. Það eru engir samningafundir boðaðir. Ríkissáttasemjari boðaði samningafund í síðustu viku en Efling neitaði að mæta á þann fund. Þetta skiptir algeru höfuðmáli í þessari umræðu. Vegna þess að tilgangur og eðli verkfalla er til þes að knýja samningsaðila sinn til gerðar kjarasamnings en það eru engir fundir í þessari deilu. Það eina sem aðilar eru að bíða eftir Kristján er úrskurður Landsréttar þar sem Efling skaut áfram dómi héraðsdóms til Landsréttar og þegar að sá úrskurður liggur fyrir þá liggur fyrir hver verður framvinda þessarar vinnudeilu.“ Samþykki félagsmenn Eflingar miðlunartillögu ríkissáttasemjara er það ígildi kjarasamnings. „Þá eru bara tveir valmöguleikar sem geta komið upp. Annars vegar að félagsmenn Eflingar samþykki miðlunartillöguna og miðlunartillagan verður þá ígildi kjarasamnings með afturvirkni til 1. nóvember 2022. Sambærilegt og allir aðrir og þá er í raun þessari kjaralotu á íslenskum vinnumarkaði nánast lokið.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira