Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. febrúar 2023 21:05 Níels Hafsteinsson segir frábært að vera með veitingastað og bari á Tenerife. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði. Vitað er um að minnsta kosti fjóra íslenska veitingamenn, sem eru með veitingastaði eða bari á Tenerife. Níels Hafsteinsson er einn af þeim en hann er með tvo bari og einn veitingastað, sem heitir „Smoke Bros“, sem nýtur mikilla vinsæla. Níels er með um 45 starfsmenn í vinnu og hann er að fara að flytja veitingastaðinn í nýtt og stærra húsnæði vegna vinsældar staðarins. Og hvað ertu helst að bjóða upp á, er það kjötsúpa eða? „Nei, ég er ekki komin með hana á seðilinn, það verður örugglega næsti staðurinn. Nei, nei, hérna erum við með mikið af hægelduðum mat og erum með reykofn þar sem við erum að elda allskonar vöðva, sem eru ekki venjulega á veitingahúsum. Það er engin annar staður að gera þetta, sem við erum að gera hér á Tenerife, sem er bara gaman,“ segir Níels. Níels segist fá mikið af Íslendingum til sín. „Já, já, eins og í kvöld, þá eru þrjú Íslendingaborð af einhverjum tíu borðum hérna og það er bara gaman.“ Níels segir að Spánverjar séu allt öðruvísi en Íslendingar þegar kemur að daglegu lífi. Mikið af Íslendingum koma við á „Smoke Bros“ hjá Níelsi á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér gerast hlutirnir mjög hægt. Ég til dæmis ætlaði að opna þennan stað hérna 6. september í haust en ég opnaði 24. desember. Það er bara eðlilegt hérna. Hér er allt „Mani ana“, sem þýðir á morgun,“ segir hann og skellir upp úr. „Já, hér gerist allt rosalega hægt og það er mikið pappírsflóð hérna. Ég get sagt ykkur það að ég til dæmis sendi fax í fyrra af því að það er ein ábyrg skrifstofa hérna, sem vill bara fá alla hluti á faxi. Ég hef ekki sent fax síðan á síðustu öld fyrr en ég gerði þetta,“ bætir Níels við og hlær enn meira. Íslendingar eru mjög ánægðir með veitingastaðinn hjá Níels og finnst gott og traustvekjandi að fara á stað þar sem Íslendingur er allt í öllu. Hamborgari með öllu tilheyrandi á „Smoke Bros“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara eins og að mæta í sunnudagshádegismat hjá ömmu, það vantar reyndar rabarbarasultuna en þetta er frábær matur hjá Níels,“ segir Ásgeir Ingólfsson gestur á veitingastaðnum „Smoke Bros“ „Heyrðu, þetta er fínn staður, mjög fínn, góður matur, maður á að prófa allt svona hér á Tenirife,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir gestur á staðnum. Veitingastaðir Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Vitað er um að minnsta kosti fjóra íslenska veitingamenn, sem eru með veitingastaði eða bari á Tenerife. Níels Hafsteinsson er einn af þeim en hann er með tvo bari og einn veitingastað, sem heitir „Smoke Bros“, sem nýtur mikilla vinsæla. Níels er með um 45 starfsmenn í vinnu og hann er að fara að flytja veitingastaðinn í nýtt og stærra húsnæði vegna vinsældar staðarins. Og hvað ertu helst að bjóða upp á, er það kjötsúpa eða? „Nei, ég er ekki komin með hana á seðilinn, það verður örugglega næsti staðurinn. Nei, nei, hérna erum við með mikið af hægelduðum mat og erum með reykofn þar sem við erum að elda allskonar vöðva, sem eru ekki venjulega á veitingahúsum. Það er engin annar staður að gera þetta, sem við erum að gera hér á Tenerife, sem er bara gaman,“ segir Níels. Níels segist fá mikið af Íslendingum til sín. „Já, já, eins og í kvöld, þá eru þrjú Íslendingaborð af einhverjum tíu borðum hérna og það er bara gaman.“ Níels segir að Spánverjar séu allt öðruvísi en Íslendingar þegar kemur að daglegu lífi. Mikið af Íslendingum koma við á „Smoke Bros“ hjá Níelsi á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér gerast hlutirnir mjög hægt. Ég til dæmis ætlaði að opna þennan stað hérna 6. september í haust en ég opnaði 24. desember. Það er bara eðlilegt hérna. Hér er allt „Mani ana“, sem þýðir á morgun,“ segir hann og skellir upp úr. „Já, hér gerist allt rosalega hægt og það er mikið pappírsflóð hérna. Ég get sagt ykkur það að ég til dæmis sendi fax í fyrra af því að það er ein ábyrg skrifstofa hérna, sem vill bara fá alla hluti á faxi. Ég hef ekki sent fax síðan á síðustu öld fyrr en ég gerði þetta,“ bætir Níels við og hlær enn meira. Íslendingar eru mjög ánægðir með veitingastaðinn hjá Níels og finnst gott og traustvekjandi að fara á stað þar sem Íslendingur er allt í öllu. Hamborgari með öllu tilheyrandi á „Smoke Bros“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara eins og að mæta í sunnudagshádegismat hjá ömmu, það vantar reyndar rabarbarasultuna en þetta er frábær matur hjá Níels,“ segir Ásgeir Ingólfsson gestur á veitingastaðnum „Smoke Bros“ „Heyrðu, þetta er fínn staður, mjög fínn, góður matur, maður á að prófa allt svona hér á Tenirife,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir gestur á staðnum.
Veitingastaðir Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira