Gera megi ráð fyrir mjög öflugum hviðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 23:21 Gert er ráð fyrir mjög öflugum vindhviðum á morgun og fólk er hvatt til að fylgjast vel með. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun vegna hvassviðris. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir og samhæfingarstöð verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun. Veðurfræðingur biður fólk um að sýna aðgát. Gera má ráð fyrir töluverðri úrkomu víðsvegar á landinu í nótt. Í fyrramálið tekur að hvessa allhressilega og gert er ráð fyrir því að lægðin láti finna almennilega fyrir sér um hádegisbil. Viðvaranir taka gildi á landinu öllu upp úr klukkan níu á morgun og eru þær í gildi fram á kvöld. Svona lítur spá Veðurstofunnar út klukkan 12:00 á morgun.Veðurstofan „Það kemur lægð vestan við landið á morgun og það verður suðvestan stormur og rok á stöku stað, 20-28 metrar á sekúndu. Með því fylgir einhver rigning og skúrir en þegar kólnar seinnipartinn og annað kvöld þá verður þetta éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði verst á Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi. Gert er ráð fyrir því að hviður fari upp í fjörutíu metra á sekúndu, eða um 150 kílómetra hraða. Á „allra verstu hviðustöðunum,“ gætu þær náð fimmtíu metrum á sekúndu. Færð við fjöll gæti því verið varasöm og þá sér í lagi þegar kólnar. Éljagangur gæti spillt skyggni. Á Vesturlandi verður sunnan og suðvestan stormur með snörpum vindhviðum.Veðurstofan Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular en gert er ráð fyrir suðvestan 18 til 23 metrum á sekúndu víðast hvar. Í höfuðborginni má gera ráð fyrir því að mesti vindhraðinn verði á svæðinu vestanverðu, meðfram sjónum, og í úthverfum Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum fyrr í dag voru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur séu á að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni. Veður Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23 Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gera má ráð fyrir töluverðri úrkomu víðsvegar á landinu í nótt. Í fyrramálið tekur að hvessa allhressilega og gert er ráð fyrir því að lægðin láti finna almennilega fyrir sér um hádegisbil. Viðvaranir taka gildi á landinu öllu upp úr klukkan níu á morgun og eru þær í gildi fram á kvöld. Svona lítur spá Veðurstofunnar út klukkan 12:00 á morgun.Veðurstofan „Það kemur lægð vestan við landið á morgun og það verður suðvestan stormur og rok á stöku stað, 20-28 metrar á sekúndu. Með því fylgir einhver rigning og skúrir en þegar kólnar seinnipartinn og annað kvöld þá verður þetta éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði verst á Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi. Gert er ráð fyrir því að hviður fari upp í fjörutíu metra á sekúndu, eða um 150 kílómetra hraða. Á „allra verstu hviðustöðunum,“ gætu þær náð fimmtíu metrum á sekúndu. Færð við fjöll gæti því verið varasöm og þá sér í lagi þegar kólnar. Éljagangur gæti spillt skyggni. Á Vesturlandi verður sunnan og suðvestan stormur með snörpum vindhviðum.Veðurstofan Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular en gert er ráð fyrir suðvestan 18 til 23 metrum á sekúndu víðast hvar. Í höfuðborginni má gera ráð fyrir því að mesti vindhraðinn verði á svæðinu vestanverðu, meðfram sjónum, og í úthverfum Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum fyrr í dag voru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur séu á að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni.
Veður Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23 Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23
Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25