Rannsókn lögreglu á Blönduósi lokið: Tók lögregluna 26 mínútur að mæta á staðinn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 17:23 Rannsókn lögreglunnar er lokið. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi hinn 21. ágúst 2022 er lokið. Árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann var með sjö haglaskot og veiðihníf meðferðis. Það tók lögreglu 26 mínútur að koma á vettvang. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook. Þegar árásarmaðurinn sá að gestir voru á heimilinu fór hann út úr húsinu og fór húsráðandi á eftir honum. Utandyra kom til orðaskipta og átaka sem enduðu með því að árásarmaðurinn skaut húsráðanda í kvið og særði hann alvarlega. Að því loknu fór árásarmaðurinn inn í húsið og skaut eiginkonu hans í höfuðið, þar sem hún stóð inni í stofu. Hún lést samstundis. Árásarmaðurinn með veiðihníf í vasanum Rannsóknin leiddi í ljós að húsráðandi hafi náð tökum á árásarmanninum þar sem hann hafi verð að hlaða vopnið inni í húsinu. Sonur húsráðanda kom til aðstoðar og náði byssunni af árásarmanninum. Til átaka kom milli þeirra en í ljós kom að árásarmaðurinn var með veiðihníf í vasanum. Átökin enduðu með því að árásarmaðurinn lét lífið. Réttarkrufning hefur leitt í ljós að dánarorsök árásarmannsins var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Staðreynt hefur verið að sonurinn hringdi fyrsta símtal til neyðarlínunnar og óskaði eftir aðstoð vegna árásarmannsins klukkan 5:27. Lögregla á bakvakt í umdæminu var ræst út sjö og hálfri mínútu síðar. Lögreglan var ekki kominn á vettvang fyrr en 5:53 eða 26 mínútum frá fyrstu aðstoðarbeiðni. Lögregla segir að rannsókn hafi ekki leitt í ljós hvað nákvæmlega hafi gengið árásarmanninum til. Hann hafi verið einn að verki, allsgáður og átt vinsamleg samskipti við árásarþola fyrir árásina. Tvisvar hafi tilkynningar borist um ferðir árásarmannsins við heimili árásarþola og nágrenni þar sem hann hafði verið með haglabyssu í fórum sínum, um tveimur vikum áður en hann lét til skarar skríða. Þar hafi hann meðal annars tekið upp myndbönd inn um glugga á húsinu á síma sinn. Haglabyssan skráð á gjaldþrota fyrirtæki Hann er sagður hafa afhent lögreglu skotvopn sem skráð voru á hann og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Hinn 12. ágúst 2022 hafi hann hins vegar verið aftur kominn á Blönduós. Haglabyssan sem notuð var við verknaðinn var skráð í eigu fyrirtækis sem seldi skotvopn og varð gjaldþrota fyrir fimmtán árum síðan. Fram kemur að þrjár byssur hafi enn verið skráðar á fyrirtækið, byssan sem árásarmaðurinn notaði, byssa sem var í fórum óviðkomandi einstaklings og loks haglabyssa af gerðinni Maveric M-88 sem enn er ófundin. Málið er komið á borð héraðssaksóknara og ætlar lögregla ekki að veita frekari upplýsingar vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44 Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook. Þegar árásarmaðurinn sá að gestir voru á heimilinu fór hann út úr húsinu og fór húsráðandi á eftir honum. Utandyra kom til orðaskipta og átaka sem enduðu með því að árásarmaðurinn skaut húsráðanda í kvið og særði hann alvarlega. Að því loknu fór árásarmaðurinn inn í húsið og skaut eiginkonu hans í höfuðið, þar sem hún stóð inni í stofu. Hún lést samstundis. Árásarmaðurinn með veiðihníf í vasanum Rannsóknin leiddi í ljós að húsráðandi hafi náð tökum á árásarmanninum þar sem hann hafi verð að hlaða vopnið inni í húsinu. Sonur húsráðanda kom til aðstoðar og náði byssunni af árásarmanninum. Til átaka kom milli þeirra en í ljós kom að árásarmaðurinn var með veiðihníf í vasanum. Átökin enduðu með því að árásarmaðurinn lét lífið. Réttarkrufning hefur leitt í ljós að dánarorsök árásarmannsins var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Staðreynt hefur verið að sonurinn hringdi fyrsta símtal til neyðarlínunnar og óskaði eftir aðstoð vegna árásarmannsins klukkan 5:27. Lögregla á bakvakt í umdæminu var ræst út sjö og hálfri mínútu síðar. Lögreglan var ekki kominn á vettvang fyrr en 5:53 eða 26 mínútum frá fyrstu aðstoðarbeiðni. Lögregla segir að rannsókn hafi ekki leitt í ljós hvað nákvæmlega hafi gengið árásarmanninum til. Hann hafi verið einn að verki, allsgáður og átt vinsamleg samskipti við árásarþola fyrir árásina. Tvisvar hafi tilkynningar borist um ferðir árásarmannsins við heimili árásarþola og nágrenni þar sem hann hafði verið með haglabyssu í fórum sínum, um tveimur vikum áður en hann lét til skarar skríða. Þar hafi hann meðal annars tekið upp myndbönd inn um glugga á húsinu á síma sinn. Haglabyssan skráð á gjaldþrota fyrirtæki Hann er sagður hafa afhent lögreglu skotvopn sem skráð voru á hann og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Hinn 12. ágúst 2022 hafi hann hins vegar verið aftur kominn á Blönduós. Haglabyssan sem notuð var við verknaðinn var skráð í eigu fyrirtækis sem seldi skotvopn og varð gjaldþrota fyrir fimmtán árum síðan. Fram kemur að þrjár byssur hafi enn verið skráðar á fyrirtækið, byssan sem árásarmaðurinn notaði, byssa sem var í fórum óviðkomandi einstaklings og loks haglabyssa af gerðinni Maveric M-88 sem enn er ófundin. Málið er komið á borð héraðssaksóknara og ætlar lögregla ekki að veita frekari upplýsingar vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44 Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24