Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 16:32 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var í broddi fylkingar við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst á þriðjudag. Efling hefur sakað Íslandshótel um verkfallsbrot. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í dag og fjölmiðlum afrit. Þar er vísað til þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og um leið verkfalls Eflingar hjá starfsfólki Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.Vísir/Egill „Íslandshótel hafa ávallt virt verkfallsrétt Eflingar. Á sama tíma eru hótel félagsins áfram í dagsdaglegum rekstri, þó með takmörkun á þjónustu sökum verkfalls. Skýrar reglur gilda um þær takmarkanir sem Íslandshótel er bundið af á meðan á verkfalli stendur, sem er hlýtt í einu og öllu,“ segir í bréfinu. Félagsmenn Eflingar létu í sér heyra við Ráðherrabústaðinn og Sólveig Anna jós fúkyrðum yfir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar um eftirlit með verkfalli skilning og boðið félaginu að hafa eftirlit með friðsamlegum hætti, með það fyrir augum að gestir hótelanna fái næði og að starfsmenn sem ekki eru í verkfalli verði ekki fyrir áreiti. „Við eftirlit Eflingar hafa hins vegar komið upp atvik síðustu daga, sem geta ekki talist til eftirlits með friðsamlegum hætti eða þeirrar gagnkvæmu tillitsskyldu atvinnurekenda og stéttarfélaga sem ber að virða á meðan á verkfalli stendur. Er vísað til þess að gestir hafa verið áreittir og haft hefur verið í hótunum við starfsfólk sem ekki tilheyrir Eflingu. Jafnframt hefur eftirlit Eflingar á stundum líkst mótmælaaðgerðum, þar sem haft er hátt, fullyrt er um verkfallsbrot og þess krafist að loka eigi hótelunum, án rökstuðnings.“ Þetta hafi raskað lögmætri starfsemi félagsins, en það sem alvarlegra sé, valdið vanlíðan og óöryggi hjá gestum og starfsfólki. Við það geti Íslandshótel ekki unað. Sólveig Anna birti þetta myndband að neðan frá einu hótelanna í gær. „Í ljósi stöðu mála, og með tillitsskyldu aðila að leiðarljósi, hafa Íslandshótel tekið þá ákvörðun að tveimur fulltrúum Eflingar í senn verði veittur aðgangur að hótelunum til eftirlits. Frá því verður ekki kvikað. Með hag allra fyrir brjósti telja Íslandshótel að við þessa leið geti báðir aðilar unað, þannig að eftirlit sé virkt en á sama tíma að líðan og öryggi gesta og starfsfólks sé tryggt,“ segir í bréfinu og er þessi hluti bréfsins undirstrikaður til að leggja áherslu á ákvörðunina. „Íslandshótel er í fullum rétti til þess að taka ákvörðun um það hvernig aðgengi að hótelum félagsins er háttað hverju sinni, hvort sem um verkfall sé að ræða eður ei. Er það von Íslandshótela að þessi ákvörðun sé virt, svo ekki komi til atvika sem leiði til ófyrirséðra eða neikvæðra afleiðinga. Sömuleiðis er það einlæg von Íslandshótela að lausn finnist á kjaradeilu Eflingar og SA sem allra fyrst, svo hægt sé að horfa fram á veginn í sátt og samlyndi.“ Eftir sem áður geti Efling treyst því að Íslandshótel og starfsfólk þess muni halda áfram að virða verkfallsrétt Eflingar og fara að lögum í einu og öllu á meðan á verkfalli stendur. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst á þriðjudag. Efling hefur sakað Íslandshótel um verkfallsbrot. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í dag og fjölmiðlum afrit. Þar er vísað til þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og um leið verkfalls Eflingar hjá starfsfólki Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.Vísir/Egill „Íslandshótel hafa ávallt virt verkfallsrétt Eflingar. Á sama tíma eru hótel félagsins áfram í dagsdaglegum rekstri, þó með takmörkun á þjónustu sökum verkfalls. Skýrar reglur gilda um þær takmarkanir sem Íslandshótel er bundið af á meðan á verkfalli stendur, sem er hlýtt í einu og öllu,“ segir í bréfinu. Félagsmenn Eflingar létu í sér heyra við Ráðherrabústaðinn og Sólveig Anna jós fúkyrðum yfir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar um eftirlit með verkfalli skilning og boðið félaginu að hafa eftirlit með friðsamlegum hætti, með það fyrir augum að gestir hótelanna fái næði og að starfsmenn sem ekki eru í verkfalli verði ekki fyrir áreiti. „Við eftirlit Eflingar hafa hins vegar komið upp atvik síðustu daga, sem geta ekki talist til eftirlits með friðsamlegum hætti eða þeirrar gagnkvæmu tillitsskyldu atvinnurekenda og stéttarfélaga sem ber að virða á meðan á verkfalli stendur. Er vísað til þess að gestir hafa verið áreittir og haft hefur verið í hótunum við starfsfólk sem ekki tilheyrir Eflingu. Jafnframt hefur eftirlit Eflingar á stundum líkst mótmælaaðgerðum, þar sem haft er hátt, fullyrt er um verkfallsbrot og þess krafist að loka eigi hótelunum, án rökstuðnings.“ Þetta hafi raskað lögmætri starfsemi félagsins, en það sem alvarlegra sé, valdið vanlíðan og óöryggi hjá gestum og starfsfólki. Við það geti Íslandshótel ekki unað. Sólveig Anna birti þetta myndband að neðan frá einu hótelanna í gær. „Í ljósi stöðu mála, og með tillitsskyldu aðila að leiðarljósi, hafa Íslandshótel tekið þá ákvörðun að tveimur fulltrúum Eflingar í senn verði veittur aðgangur að hótelunum til eftirlits. Frá því verður ekki kvikað. Með hag allra fyrir brjósti telja Íslandshótel að við þessa leið geti báðir aðilar unað, þannig að eftirlit sé virkt en á sama tíma að líðan og öryggi gesta og starfsfólks sé tryggt,“ segir í bréfinu og er þessi hluti bréfsins undirstrikaður til að leggja áherslu á ákvörðunina. „Íslandshótel er í fullum rétti til þess að taka ákvörðun um það hvernig aðgengi að hótelum félagsins er háttað hverju sinni, hvort sem um verkfall sé að ræða eður ei. Er það von Íslandshótela að þessi ákvörðun sé virt, svo ekki komi til atvika sem leiði til ófyrirséðra eða neikvæðra afleiðinga. Sömuleiðis er það einlæg von Íslandshótela að lausn finnist á kjaradeilu Eflingar og SA sem allra fyrst, svo hægt sé að horfa fram á veginn í sátt og samlyndi.“ Eftir sem áður geti Efling treyst því að Íslandshótel og starfsfólk þess muni halda áfram að virða verkfallsrétt Eflingar og fara að lögum í einu og öllu á meðan á verkfalli stendur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira