Ten Hag: Sancho getur haft mikil áhrif Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:30 Leikmenn United fagna marki Jadon Sancho í kvöld. Vísir/Getty Erik Tan Hag þjálfari Manchester United viðurkenndi að það væru blendnar tilfinningar að hafa gert jafntefli við Leeds United í kvöld en United kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Að sjálfsögðu erum við ánægðir að hafa náð stigi en við töpuðum tveimur stigum. Þetta var mjög slæm byrjun, óásættanlegt, sérstaklega í nágrannaslag þar sem þú þarft að vera tilbúinn að berjast og taka ábyrgð. Við gerðum það ekki,“ sagði Ten Hag en Leeds komst í 1-0 áður en ein mínúta var liðin af leiknum. Hann sagði að það hefði ekki komið honum á óvart að Leeds hafi byrjað af krafti. „Við vissum að þeir yrðu grimmir. Gegn liði sem er á góðu róli vildu þeir reyna að komast í návígin og þeir gerðu það.“ „Við sköpuðum góð færi. Garnacho í tvígang, Sabitzer, skallinn frá Raphael (Varane). Í hálfleik var staðan þannig að við þurftum að jafna en ef þú byrjar seinni hálfleik á sama slæma hátt og þann fyrri þá gerir þú þér þetta erfitt fyrir,“ en annað mark Leeds kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og ekki komið mikið við sögu í vetur. Ten Hag hafði meðal annars tjáð sig um líkamlegt ástand leikmannsins og sagði hann ekki tilbúinn að æfa með liðinu á þeim tímapunkti. „Ég vildi öðruvísi dýnamík í leikinn. Á þessu augnabliki vorum við ekki inni í leiknum en sem betur fer heppnaðist þetta því við skoruðum tvö mörk. Ég er mjög ánægður, hann er kominn til baka og við vitum að hann er frábær leikmaður. Ég hugsa stöðugt um hversu mikil áhrif hann getur haft en hann þarf að leggja hart að sér. Þetta mun hvetja hann til að gera meira, þetta mun styrkja hann.“ Tengdar fréttir Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
„Að sjálfsögðu erum við ánægðir að hafa náð stigi en við töpuðum tveimur stigum. Þetta var mjög slæm byrjun, óásættanlegt, sérstaklega í nágrannaslag þar sem þú þarft að vera tilbúinn að berjast og taka ábyrgð. Við gerðum það ekki,“ sagði Ten Hag en Leeds komst í 1-0 áður en ein mínúta var liðin af leiknum. Hann sagði að það hefði ekki komið honum á óvart að Leeds hafi byrjað af krafti. „Við vissum að þeir yrðu grimmir. Gegn liði sem er á góðu róli vildu þeir reyna að komast í návígin og þeir gerðu það.“ „Við sköpuðum góð færi. Garnacho í tvígang, Sabitzer, skallinn frá Raphael (Varane). Í hálfleik var staðan þannig að við þurftum að jafna en ef þú byrjar seinni hálfleik á sama slæma hátt og þann fyrri þá gerir þú þér þetta erfitt fyrir,“ en annað mark Leeds kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og ekki komið mikið við sögu í vetur. Ten Hag hafði meðal annars tjáð sig um líkamlegt ástand leikmannsins og sagði hann ekki tilbúinn að æfa með liðinu á þeim tímapunkti. „Ég vildi öðruvísi dýnamík í leikinn. Á þessu augnabliki vorum við ekki inni í leiknum en sem betur fer heppnaðist þetta því við skoruðum tvö mörk. Ég er mjög ánægður, hann er kominn til baka og við vitum að hann er frábær leikmaður. Ég hugsa stöðugt um hversu mikil áhrif hann getur haft en hann þarf að leggja hart að sér. Þetta mun hvetja hann til að gera meira, þetta mun styrkja hann.“
Tengdar fréttir Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30
Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01