Fótbolti

Tyrkneskur markvörður fannst látinn eftir skjálftann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ahmet Eyup Turkaslan var aðeins 28 ára gamall þegar hann lést.
Ahmet Eyup Turkaslan var aðeins 28 ára gamall þegar hann lést. Twitter

Tyrkneski markvörðurinn Ahmet Eyup Turkaslan fannst látinn eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland og Sýrland síðastliðinn mánudag.

Turkaslan var leikmaður Yeni Malatyaspor í tyrknesku B-deildinni, en félagið greindi frá andláti markvarðarins á Twitter-síðu sinni í gær. Þegar þetta er ritað er tala látina komin yfir fimm þúsund manns.

„Markvörðurinn okkar, Ahmet Eyup Turkaslan, týndi lífi sínu eftir að hafa lent undir rústum í jarðskjálftanum. Hvíldu í friði,“ sagði í tilkynningu félagsins á Twitter.

„Við munum ekki gleyma þér, fallega manneskja.“

Turkaslan, sem var aðeins 28 ára gamall þegar hann lést, en hann hafði leikið sex leiki fyrir Yeni Malatyaspor eftir að hafa gengið í raðir félagsins árið 2021.

Yannick Bolasie, sem á sínum tíma lék með Crystal Palace og Everton en leikur nú með Caykur Rizespor í tyrknesku B-deildinni, er meðal þeirra sem hefur sent fjölskyldu og vinum Turkaslan samúðarkveðjur.

„Hvíldu í friði bróðir Eyup Ahmet Turkaslan. Eina stundina sér maður einhvern á hliðarlínunni, en þá næstu er hann farinn. Ég sendi fjölskyldu hans og liðsfélögum hjá Yeni Malatyaspor samúðarkveðjur. Þetta eru ömurlegar fréttir og ég vona að við getum haldið áfram að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.